Sveitarstjórn

14. fundur 10. maí 2011

Fundargerð
14. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1104011 - Ársreikningur 2010 og endurskoðun
Síðari umræða um ársreikning ársins 2010.
Ársreikningur 2010. Síðari umræða og afgreiðsla. Endurskoðunarskýrsla KPMG fyrir árið 2010 liggur fyrir án athugasemda. Ársreikningur lagður fram, samþykktur og áritaður. Helstu tölur ársreiknings eru eftirfarandi.
Rekstrartekjur A og B hluta 219.9 milljónir.
Rekstrargjöld 226 milljónir.
Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 11 milljónir.
Rekstrarniðurstaða A og B jákvæð um 5 milljónir.
Ársreikningur er birtur á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

2. 1104024 - Leiðrétting og undirritun fundargerðar 12. fundar sveitarstjórnar þann 12. apríl 2011.
Leiðrétt fundargerð 12. fundar sveitarstjórnar frá 12. apríl s.l. lögð fram og undirrituð.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingunum og var fundargerðin samþykkt og undirrituð.

3. 1104014 - Samningur um aðalskoðun leiksvæða við leik- og grunnskóla
Borist hefur fyrirspurn frá BSI á Íslandi Prod Serv ehf. um hvort Svalbarðsstrandarhreppur óski eftir að láta skoða leiksvæði Álfaborgar og Valsárskóla eins og undanfarin ár.
Umræður. Samþykkt að óska eftir samningi til þriggja ára við BSI þar sem það býður upp á hagstæðari samning. Sveitarstjóra falið að klára málið.

4. 1104026 - Stofnun íbúafélags fyrir íbúa með vegtengingu um Veigastaðaveg.
Stofnað hefur verið félag íbúa með vegtengingu um Veigastaðaveg. Félagið nefnist Hálandafélagið. Lögð fram stofnsamþykkt félagsins til kynningar.
Stofnað hefur verið félag íbúa með vegtengingu um Veigastaðaveg. Félagið nefnist Hálandafélagið. Lögð fram stofnsamþykkt félagsins til kynningar. Lagt var fram afrit af erindi félagsins til Vegagerðarinnar varðandi umferðarhraða og umferðaröryggi við gatnamót þjóðvegar 1. Sveitarstjórn hvetur félagið til að senda sambærileg erindi einnig til sveitarstjórnar þar sem skipulagsvaldið er á hendi þess.

5. 1105011 - Styrkur til Ungmennasambands Eyjafjarðar.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir styrk að fjárhæð kr. 240.000 til Ungmennasambands Eyjafjarðar. Þar sem ekki liggur fyrir sérstök bókun um styrkinn óskar sveitarstjóri eftir greiðsluheimild.
Sveitarstjóra falið að greiða út styrkinn samkv. fjárhagsáætlun.

6. 1104023 - Uppbygging vatnsveitu í tengslum við Vaðlaheiðargöng.
Norðurorka hefur endurreiknað kostnaðaráætlun vegna vatnsleiðslu.
Guðmundur, Eiríkur og Jón Hrói gerðu grein fyrir umræðum fundar sem haldinn var með stjórnendum Norðurorku.

7. 1105015 - Fundargerð 81. fundar byggingarnefndar frá 28. apríl 2011.
Varðandi 4. lið fundargerðarinnar gerir sveitarstjórn athugasemd við að byggingarnefnd samþykki, fyrir sitt leyti, að gefa leyfi fyrir byggingu á ósamþykktum byggingarreit. Sveitarstjóra er falið að fá upplýsingar um hvort gögn varðandi 5. og 6. lið séu í samræmi við deiliskipulag og skilmála.

8. 1105014 - Fundargerð 786. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2011.
Lögð fram til kynningar

9. 1105013 - Fundargerð stjórnar Eyþing með þingmönnum Norðausturkjördæmis 7. febrúar 2011.
Lögð fram til kynningar

10. 1105012 - Fundargerð 221. fundar stjórnar Eyþing frá 5. apríl 2011.
Lögð fram til kynningar

11. 1104030 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Litla-Hvammi.
Sýslumaðurinn á Akureyri óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar Einars Arnar Grant um rekstrarleyfi samkvæmt gististaðaflokki II fyrir gististað í sumarhúsi að Litla-Hvammi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

12. 1104028 - Vaðlaborgir - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Sýslumaðurinn á Akureyri óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Leós Fossberg Júlíussonar um rekstrarleyfi fyrir gististað í gististaðaflokki I í sumarhúsi að Vaðlaborgum 18 undir nafninu "Vaðlaborgir".
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfisins en bendir á að til er fyrirtæki í fyrirtækjaskrá sem heitir Vaðlaborgir ehf.

13. 1104029 - Vaðlahof - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Sýslumaðurinn á Akureyri óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Leós Fossberg Júlíussonar um rekstrarleyfi fyrir gististað í gististaðaflokki I í sumarhúsi að Veigahalli 3 undir nafninu "Vaðlahof".
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

14. 1104027 - Fundargerð 134. fundar HNE.
Fundargerð 134. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til staðfestingar.
Lögð fram til kynningar.

15. 1105001F - Umhverfisnefnd - 3
Fundargerð staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar þann 10. maí. Sveitarstjóra er falið að undirbúa útboð v. sorphirðu.
15.1. 1105006 - Sorphirða í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar þann 10. maí.
15.2. 1105007 - Umhverfisdagur 2011
Afgreiðsla staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar þann 10. maí.
15.3. 1105009 - Eyðing njóla og kerfils í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar þann 10. maí.
15.4. 1105010 - Utanvegarakstur í Vaðlaheiði
Afgreiðsla staðfest á 14. fundi sveitarstjórnar þann 10. maí.

16. 1104009 - Vinnuskóli 2011
Sveitarstjóri óskaði eftir umræðu um launakjör í vinnuskólanum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að taka málið á dagskrá.
Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um kaup og kjör hjá Verkalýsðfélaginu Einingu - Iðju varðandi 17 ára unglinga, önnur laun verða óbreytt frá fyrra ári.

17. 1105016 - Tilnefning fulltrúa í þjónusturáð vegna þjónustu við fatlaða.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að taka málið á dagskrá.
Í samstarfsamningi um þjónustu við fatlaða er kveðið á um þjónusturáð sem samráðsvettvang aðildarsveitarfélaganna.
Sveitarstjóri er tilnefndur til setu í ráðinu fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30