Sveitarstjórn

18. fundur 21. júlí 2011

Fundargerð
18. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 21. júlí 2011 kl. 20:00.

Fundinn sátu:Guðmundur Bjarnason, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Telma Brim., Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Anna Fr, Blöndal, ritari.

Dagskrá:

1.

1107003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga.

 

Framhald á umfjöllun um umsókn Vegagerðarinnar fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga, dags. 4. júlí 2011.

 

Farið var yfir þær upplýsingar sem aflað hefur verið vegna umsóknar Vegagerðarinnar fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmdaleyfi vegna ganga undir Vaðlaheiði. Guðmundur Heiðreksson, fulltrúi framkvæmdaraðila, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála og svaraði spurningum sveitarstjórnar um framkvæmdina. Hann lýsti einnig tillögum Vegagerðarinnar að því hvernig leiða megi hjólreiða- og göngustíg undir þjóðveginn, með hólk undir hann norðan hringtorgsins. Sveitarstjórn er sátt við slíka útfærslu og óskar eindregið eftir því að hönnunarteikningar sem lagðar verða til grundvallar framkvæmdaleyfi verði uppfærðar með hliðsjón af því. Guðmundur Heiðreksson lagði ríka áherslu á að framkvæmdaleyfi yrði gefið út sem fyrst.

Drög að framkvæmdaleyfi voru lögð fram til umræðu. Sveitarstjórn stendur frammi fyrir því að lagaleg óvissa ríkir um það hvort henni er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi án þess að umráðaheimild Vegagerðarinnar yfir landinu liggi fyrir. Viss óvissa um málsmeðferð skapast einnig af því að ný skipulagslög hafa tekið gildi en engin reglugerð hefur verið sett til að skýra framkvæmd þeirra. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla álits skipulagsstofnunar og hlutlauss lögfræðings með góða þekkingu á framkvæmdaleyfismálum á því hvenær henni sé heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi.

2.

1107030 - Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi

 

Í samningi Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps og Hörgársveitar um rekstur byggingarfulltrúaembættis, er kveðið á um að sveitarfélögin skuli vinna að sameiginlegri gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfisgjöld. Borist hefur yfirlit yfir nýlega samþykktar gjaldskrár frá sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar.

 

Farið yfir forsendur fyrir gjaldskrá vegna framkvæmdaleyfis. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa gjaldskrá sem mun gilda þar til sameiginleg gjaldskrá Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar verður samþykkt. Gjaldskráin verður sem hér segir:

Gjaldskrá fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa í Svalbarðsstrandarhreppi skv. 1. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

1. gr.
Framkvæmdaleyfisgjald

Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis samkv. 13. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 skal sveitarstjórn ákveða gjald eftir umfangi framkvæmdar. Lágmarksgjald skal vera kr. 33.000,-. Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við undir­búning og lögbundið eftirlit með viðkomandi framkvæmd.

Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum er nauð­syn­legt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess hluti af kostnaði við undirbúning leyfis. Tímagjald starfsmanns vegna undirbúnings og útgáfu fram­kvæmda­leyfis er kr. 8.450,-.

Þurfi að mati sveitarstjórnar að leita utanaðkomandi ráðgjafar við afgreiðslu leyfis telst kostnaður af ráðgjöf til kostnaðar við útgáfu leyfisins.

2. gr.
Gjald fyrir skipulagsvinnu skv. 2. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun, gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfis­skyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald miðað við umfang verkefnisins, auk kostnaðar sem til fellur vegna vinnu skipulags­ráðgjafa að skipulagsáætlun í samkvæmt útgefnum reikningum. Tímagjald fyrir vinnu starfsmanna er kr. 8.450,-.

3. gr.
Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjöld miðast við bygg­ingar­vísitölu í júlí 2011 skv. grunni frá 2010 (109,9 stig) og uppreiknast 1. janúar ár hvert til samræmis við breytingar á henni.

4. gr.
Gjalddagi

Gjöld samkvæmt ofansögðu fellur í gjalddaga við útgáfu leyfis. Þó er heimilt að semja um greiðslu gjalda sem eru hærri en tvöfalt lágmarksgjald skv. 1. mgr. 1. gr.

3.

1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis

 

Á 17. fundin sveitarstjórnar þann 12. júlí s.l. var staðfest ákvörðun skipulagsnefndar um að hafna umsókn Ólafs R. Ólafssonar fh. Kjarnafæðis, dags. 24. maí 2011, um stöðuleyfi fyrir plastdúkaskemmu á lóð fyrirtækisins.

 

Tekið var fyrir, að ósk Önnu Fr. Blöndal, afgreiðsla skipulagsnefndar á 5.lið 8. fundar þann 11.07.2011 Þar sem Kjarnafæði óskar eftir stöðuleyfi fyrir dúkskemmu. Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á 17. fundi 12.07.2011.

Forsenda þess að óskað er eftir endurskoðun er sú að skipulagsnefnd og sveitarstjórn tóku til sér boðvald sem með lögum er í höndum byggingarfulltrúa. Samkv. lögum um mannvirki nr.160/2010 fer byggingarfulltrúi með endanlegt afgreiðsluvald og veitingu leyfa samkv. lögunum.

Í ljósi þessa samþykkir sveitarstjórn að vísa erindinu til byggingarfulltrúa og þar með fellur fyrri bókun sveitarstjórnar úr gildi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.