Sveitarstjórn

19. fundur 02. ágúst 2011

Fundargerð
19. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 2. ágúst 2011 kl. 20:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Telma Brim. og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Anna fr. Blöndal, ritari.

Dagskrá:

1. 1108001F - Skipulagsnefnd - 9
Fundargerð 9. fundar skipulagnefndar staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 2. ágúst 2011 með áorðnum breytingum og viðbótum.

1.1. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagnefndar á 9. fundi staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 2. ágúst 2011.

1.2. 1107018 - Deiliskipulag lóðar í landi Halllandsness
Sveitarstjóri gerði grein fyrir afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag lóðar í landi Halllandsness. Sveitarstjórn samþykkir afgreiðsluna að því frátöldu að orðalagið".. eldra hús skuli rifið á byggingartímanum." falli út.

1.3. 1107003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga.
Afgreiðsla skipulagnefndar á 9. fundi staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 2. ágúst 2011. Sveitarstjóra falið að gefa út framkvæmdaleyfið á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdaleyfisgjaldið verði kr. 350.000,-

1.4. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Afgreiðsla skipulagnefndar á 9. fundi staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar þann 2. ágúst 2011.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.