Sveitarstjórn

21. fundur 11. október 2011

Fundargerð
21. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 11. október 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari.

Dagskrá:

1. 1110008 - Breytingar á mönnun sveitarstjórnar
Telma Brimdís Þorleifsdóttir hefur flutt búferlum úr sveitarfélaginu og hverfur því úr sveitarstjórn. Sandra Einarsdóttir 1. varamaður tekur sæti hennar í sveitarstjórn.
Telmu eru þökkuð störf hennar fyrir sveitarfélagið og Sandra boðin velkomin til starfa sem aðalmaður í sveitarstjórn. Lagt var fram bréf frá Thelmu Brim Þorleifsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps.

2. 1110004 - Skipun aðal- og varafulltrúa í skólanefnd
Þar sem Telma Þorleifsdóttir hefur flutt búferlum úr sveitarfélaginu þarf að skipa nýjan fulltrúa í skólanefnd í hennar stað og nýjan varamann ef einn núverandi varamanna er skipaður í hlutverkið.
Sveitarstjórn samþykkir að fyrsti varamaður taki sæti sem aðalmaður í skólanefnd og varamannalisti færist upp. Skipun nýs varamanns er vísað til næsta fundar Sveitarstjórnar.

3. 1110007 - Erindisbréf skólanefndar
Lagt var til að erindisbréf skólanefndar verði uppfært og heimildir nefndarinnar til að fjalla um málefni Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar skýrðar. Einnig var lagt til að tekið verði fram í bréfinu að skólastjóri tónlistarskólans hafi seturétt á fundum nefndarinnar þegar málefni skólans eru til umfjöllunar.
Farið var yfir drög að breytingum á erindisbréfinu sem fylgdu fundarboði. Gerðar lítilsháttar breytingar og drögin samþykkt. Sveitarstjóra falið að hreinrita texta. Erindinu vísað til næsta fundar sveitarstjórnar til endanlegarar samþykktar. Helga Kvam tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

4. 1110005 - Afgreiðsla þjónustubeiðna í félagsþjónustu
Þegar fyrir liggur beiðni um þjónustu félagsþjónustu, s.s. heimaþjónustu, fjárhagsaðstoð eða félagslegrar liðveislu fer fram þjónustumat hjá matshópi fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar. Sveitarstjóri hefur jafnan fylgt niðurstöðu nefndarinnar án þess að hún komi til umfjöllunar í félagsmálanefnd. Óskað var eftir afstöðu sveitarstjórnar til þessa fyrirkomulags.
Sveitarstórn samþykkir að sami háttur verði hafður á og verið hefur ef um minni háttar mál er að ræða og ekki veruleg breyting á þjónustustigi. Sveitarstjóra er því veitt umboð til að afgreiða mál sem koma inn eftir mat þjónusturáðs Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

5. 1104008 - Framkvæmdir og fjárfestingar árið 2011
Lagt var fram yfirlit yfir framkvæmdir og kostnað vegna þeirra. Sveitarstjóri fór yfir kostnaðaryfirlitið og gerði grein fyrir stöðu verkefna. Ekki hafa allir reikningar verið lagðir fram ennþá. Öllum áætluðum framkvæmdum er að verða lokið. Ákveðið að láta gera áætlun um magntölur og fá tilboð í yfirborðsfrágang á gámaplani. Sveitarstjóra falið að skoða hvort ástæða er til að hreinsa útrás á Svalbarðseyri og athuga hvaða kostnað er um að ræða.

6. 1110009 - Ósk um uppsetningu brunahana við Hallland
Í tölvupósti dagsettum 13. september óskar Guðrún Guðmundsdóttir, fyrir hönd ábúenda í Halllandi eftir að settur verði upp brunahani við íbúðarhúsin á jörðinni, við Hallland 1.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að fá álit slökkviliðsstjóra á því hvort sú staðsetning brunahana sem ákveðin er af Norðurorku við Halllandsafleggjara sé fullnægjandi ef hann á að þjóna bæði Halllandi og Vaðlabrekku. Sveitarstjóra einnig falið að kanna hvort þörf er á að setja brunahana á fleiri staði.

7. 1110006 - Afskriftir gamalla innheimtukrafna
Afgreiðsla skráð í trúnaðarmálabók.

8. 1109008 - Bréf um fjármál sveitarfélaga
Borist hefur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

9. 1108009 - Fyrirkomulag snjómoksturs 2011
Þremur fyrirtækjum var boðið að gefa upp verð í verðkönnun um snjómokstur á Svalbarðseyri.
Eitt tilboð barst í snjómoksturinn. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Marin ehf.

10. 1110010 - Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd 2011
Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarstjórna til funda dagana 14. október og 4. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

11. 1110003 - Tölvubúnaður fyrir Valsárskóla
Á 12. fundi sveitarstjórnar var skólastjóra Valsárskóla falið að skoða möguleika á endurnýjun tölvubúnaðar skólans. Niðurstöður liggja nú fyrir.
Farið var yfir þau tilboð sem liggja fyrir og ýmsir kostir ræddir. Ákvörðun um tölvukaupin frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

12. 1110017 - Aðalfundur Menningarfélagsins Hofs 2011
Aðalfundur Menningarfélagsins Hofs verður haldinn í Hofi 20. október n.k.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að mæta fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

13. 1110001F - Skipulagsnefnd - 12
Fundargerð 12. fundar skipulagsnefndar þann 10. október 2011 tekin til umfjöllunar á 21. fundi sveitarstjórnar þann 11. október 2011.

  • 13.1. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
    Afgreiðsla 12. fundar skipulagsnefndar staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar þann 11. október 2011.
  • 13.2. 1109006 - Umsókn um heimild fyrir viðbyggingu
    Afgreiðsla 12. fundar skipulagsnefndar staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar þann 11. október 2011.
  • 13.3. 1103025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs
    Afgreiðsla 12. fundar skipulagsnefndar staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar þann 11. október 2011.
  • 13.4. 1110002 - Fundartími skipulagsnefndar
    Afgreiðsla 12. fundar skipulagsnefndar staðfest á 21. fundi sveitarstjórnar þann 11. október 2011.

14. 1109009 - Samningur um ráðgjafaþjónustu við leikskóla
Lögð fram drög að samningi um ráðgjafaþjónustu við leikskóla.
Samningur kynntur og samþykktur. Sveitarstjóra falið að staðfesta samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.