Sveitarstjórn

23. fundur 29. nóvember 2011

Fundargerð
23. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 29. nóvember 2011 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1111028 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2012, fyrri umræða
Farið yfir áætlunina og tölur skýrðar. Fjárhagsáætlun vísað til annarar umræðu.

2. 1111027 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2012
Ákvörðun vísað til næsta fundar.

3. 1111012 - Afsláttarreglur fasteignagjalda 2012
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2012 og tekjumörkum. Lagt er til að auk afsláttar af íbúðarhúsnæði verði veittur afsláttur af ónýttum eða lítt nýttum bújörðum og útihúsum sbr, 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 m.s.br.
Fyrir fundinum lá tillaga að reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi árið 2012. Gerðar lítilsháttar breytingar sem sveitarstjóra var falið að færa inn í skjalið, ákvörðun um tekjuviðmiðunarmörk frestað til næsta fundar.

4. 1111025 - Tilkynning um eigandabreytingu á eignarhlut
Í bréfi dagsettu 18. nóvember 2011 tilkynnir Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd Greiðrar leiðar ehf. um breytingu á eignarhaldi hlutar Frumkvöðuls ehf. í Greiðri leið ehf og vekur athygli annarra hluthafa á að við breytinguna virkjast forkaupsréttur annarra hluthafa, skv. 7. gr. samþykkta félagsins. Frestur til að nýta forkaupsrétt hluthafa er til 9. desember.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

5. 1111013 - Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók.

6. 1111022 - 139. fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
Fundargerð 139. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar. Engir liðir í fundargerðinni krefjast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19.15.