Sveitarstjórn

27. fundur 13. mars 2012

Fundargerð
27. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Eiríkur H. Hauksson, Sandra Einarsdóttir, Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1203013 - Þriggja ára áætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013-2015
Lögð fram til fyrri umræðu drög að þriggja ára áætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013-2015.
Farið var yfir drög að þriggja ára áætlun. Sveitarstjóri fór yfir helstu forsendur. Vísað til annarrar umræðu.

2. 1203006 - Drög að verkefnislýsingu vegna vinnu við svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Fyrir liggja drög samstarfsnefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar að verkefnislýsingu og forsendum verkefnisins um skipulagsgerðina. Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til þess að verkefnislýsingin, ásamt forsendum, verði auglýst og sett í lögbundið umsagnarferli.
Sveitarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi verkefnislýsing verði auglýst.

3. 1203012 - Niðurstöður og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Í bréfi frá 2. mars 2012 óska Ögmundur Jónasson og Ragnhildur Hjaltadóttir eftir athugasemdum við og ábendingum um niðurstöður og tillögur nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem nýlega skilaði áliti sínu.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að skrifa drög að athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

4. 1201014 - Gjaldskrá útleigu í húsnæði Valsárskóla
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir útleigu í Valsárskóla. Áður á dagskrá 25. fundar sveitarstjórnar þann 10. janúar s.l.
Gjaldskrá samþykkt með áorðnum breytingum. Gjaldskráin gildir fyrir allar bókanir frá og með 14. mars 2012.

5. 1202012 - Samþykkt um niðurgreiðslu þátttöku í tómstundastarfi 2012
Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um niðurgreiðslu þátttöku í tómstundastarfi barna og unglinga. Áður á dagskrá á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar s.l.
Samþykkt um niðurgreiðslu þátttöku í tómstundastarfi 2012 samþykkt með áorðnum breytingum.

6. 1203009 - Aðalfundur Gásakaupstaðar ses. 2012
Í bréfi dagsettu 28. febrúar boðar Guðmundur Sigvaldason til aðalfundar Gásakaupstaðar ses. þann 28. mars n.k.
Fundarboð kynnt.

7. 1203008 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2012
Í bréfi dagsettu 6. mars 2012 boðar Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. til aðalfundar sjóðsins þann 23. mars n.k. Óskað hefur verið eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins. Frestur til að skila framboðum er til hádegis föstudaginn 16. mars.
Lagt fram til kynningar.

8. 1203014 - Athugasemdir við álagningu fasteignagjalda 2012
Sveitarstjóri fór yfir athugasemdir sem borist hafa við álagningu fasteignagjalda. Fram kom að í flestum tilfellum er um að ræða augljósar leiðréttingar eða atriði sem eiga sér eðlilegar skýringar. Einn aðili hefur óskað eftir niðurfellingu annars tveggja sorpgjalda sem lögð eru á eign hans. Sveitarstjórn telur ekki forsendur til niðurfellingar þar sem tvær íbúðareiningar eru skráðar í húsið.

9. 1203011 - Fundur um erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu á Norðausturlandi
Þann 29. febrúar s.l. boðaði Norðurþing til fundar um möguleika á fjárfestingu H. Nubo í ferðaþjónustu á Grímsstöðum á fjöllum.
Sveitarstjóri kynnti það sem fram fór á fundinum.

10. 1203010 - XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Í bréfi frá 24. febrúar 2012 boðar Karl Björnsson, fyrir hönd stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, til XXVI. landsþings sambandsins þann 23. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

11. 1203007 - Drög að frumvarpi til breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs til umsagnar
Í bréfi frá 2. mars 2012 óskar Kjartan Ingvarsson, fyrir hönd umhverfisráðherra, eftir umsögn sveitarstjórnar um drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003 fyrir 16. mars. n.k.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpsdrögin.

12. 1203001F - Skipulagsnefnd - 15
Fundargerð 15. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012. Sjá þó afgreiðslu hvers liðar fyrir sig.

12.1. 1203005 - Hæfi nefndarmanns til þátttöku í undirbúningi og afgreiðslu mála á fundinum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

12.2. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Sandra Einarsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Farið yfir bókun skipulagsnefndar frá 15. fundi hennar. Bókunin gefur ekki tilefni til afgreiðslu af hálfu sveitarstjórnar.

12.3. 1203003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Hafnargarðs við Svalbarðseyrarhöfn
Sveitarstjórn samþykkir að gera breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að hafnarsvæði verði skilgreint þannig að það nái yfir fyrirhugaðar breytingar á hafnaraðstöðunni. Farið verði með málið sem óverulega breytingu á aðalskipulagi.

12.4. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Eiríkur Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn óskar eftir nánari kostnaðaráætlun samkvæmt umræðum á fundinum.

12.5. 1203004 - Umsókn um skipulagsheimild fyrir 370fm viðbyggingu á Svalbarðseyri
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012. Sveitarstjórn samþykkir að aðilar að grenndarkynningu skuli vera þeir sömu og viðbygging við vinnsluhúsnæði Kjarnafæðis var kynnt fyrir, sbr. 6. fund skipulagsnefndar þann 23. maí 2011, þ.e Huldu Magnúsdóttur, vegna Hamraborgar, Lýsingar hf vegna fiskhúss og Vegbúanum ehf. vegna gamla Súlubraggans.

12.6. 1203006 - Drög að verkefnislýsingu vegna vinnu við svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

13. 1203002F - Félagsmálanefnd - 2
Fundargerð 2. fundar félagsmálanefndar 2010-2014 þann 12. mars 2012 var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

13.1. 1101002 - Endurskoðun samnings um félagsþjónustu
Afgreiðsla félagsmálanefndar 2010-2014 á 2. fundi hennar þann 12. mars 2012 var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

13.2. 1106016 - Úttekt á stöðu jafnréttismála hjá Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla félagsmálanefndar 2010-2014 á 2. fundi hennar þann 12. mars 2012 var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

13.3. 1203001 - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2012
Afgreiðsla félagsmálanefndar 2010-2014 á 2. fundi hennar þann 12. mars 2012 var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

13.4. 1203015 - Trúnaðarmál
Afgreiðsla félagsmálanefndar 2010-2014 á 2. fundi hennar þann 12. mars 2012 var staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar þann 13. mars 2012.

14. 1203016 - Skipan skipulagsnefndar
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Vegna ósættis innan skipulagsnefndar og trúnaðarbrests ákveður sveitarstjórn að endurskipa í nefndina. Nefndina skipa nú Anna Fr. Blöndal, Sandra Einarsdóttir og Stefán Hlynur Björgvinsson. Bergþóra Aradóttir er 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Stefán Einarsson 3. varamaður.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.