Sveitarstjórn

32. fundur 10. júlí 2012

Fundargerð
32. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 10. júlí 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1206018 - Forsetakosningar 30. júní 2012
Forsetakosningar fóru fram þann 30. júní s.l. Á kjörskrá voru 273 einstaklingar, 137 karlar og 136 konur. Kjósendur sem kusu á kjörstað í Valsárskóla voru 151 en 33 greiddu atkvæði utan kjörfundar. Kjörsókn var því 67,4%.
Lagt fram til kynningar.

2. 1207006 - Ósk um styrk vegna rannsóknar á eyðibýlum 2012
Í bréfi dagsettu 20. júní óska Steinunn Eik Egilsdóttir og Gísli Sverrir Árnason, fyrir hönd Eyðibýlis - áhugafélags, eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið Eyðibýli á Íslandi.
Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um umfang verkefnisins í Svalbarðsstrandarhreppi og frestar afgreiðslu til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að hafa samband við forsvarsmenn verkefnisins.

3. 1207003 - Stefnumótun Menningarráðs EyÞing í menningarmálum
Í bréfi dagsettu 26. júní 2012 óskar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fyrir hönd Menningarráðs EyÞing, eftir svörum sveitarstjórnar við 7 spurningum í tengslum við mótun stefnu í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði ráðsins.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að setja fram drög að svörum í samræmi við umræður á fundinum áður en frestur til að skila inn rennur út.

4. 1207002 - Sund- og safnakortið 2012
Sveitarfélaginu hefur verið boðið að gerast aðili að Sund- og safnakortinu. Þátttaka í samstarfinu er sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Samningar eru gerðir til þriggja ára í senn.
Sveitarstjóri fór yfir hugmyndirnar sem liggja að baki kortinu. Sveitarstjórn samþykkir að vera með í Sund- og safnakortinu en mælist til að nafn sveitarfélagsins verði rétt stafsett í næsta upplýsingabæklingi og að meiri upplýsingar verði aðgengilegar á heimasíðu kortsins.

5. 1207005 - Viðbrögð sveitarstjórnar við breyttum áherslum í fjárlagagerð
Í bréfi dagsettu 18. júní 2012, óskar Sigríður Inga Ingadóttir formaður fjárlaganefndar eftir viðbrögðum sveitarstjórnar við breyttum áherslum nefndarinnar í fjárlagagerð.
Sveitarstjórn er almennt ekki á móti því að breytingar séu gerðar á verklagi við fjárlagagerð og áherslum breytt. Til þess að geta metið árangur og áhrif þeirra breytinga sem þegar hafa verið gerðar, þyrfti að gera úttekt á hvernig fjármunir eru að skiptast milli verkefna og hvort lægra hlutfall fjármuna er að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið eins og óttast var að gerðist.

6. 1206007 - Ósk um styrktarsamning
Í bréfi dagsettu 1. júní 2012 óskar Þorsteinn Marinósson, fyrir hönd Ungmennasambands Eyjafjarðar, eftir að sveitarstjórn taki til umræðu gerð styrktarsamnings við sambandið til þriggja ára.
Sveitarstjórn er hlynnt því að styrktarsamningurinn verði gerður og föst krónutala á íbúa lögð til grundvallar.

7. 1206004F - Skólanefnd - 17
Fundargerð skólanefndar frá 17. fundi hennar þann 26. júní 2012 var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar þann 10. júlí 2012.

7.1. 1204005 - Mönnun í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar veturinn 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 17. fundi hennar þann 26. júní 2012 var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar þann 10. júlí 2012.

7.2. 1206017 - Skóladagatal Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 17. fundi hennar þann 26. júní 2012 var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar þann 10. júlí 2012.

7.3. 1206015 - Staða deildarstjóra í Álfaborg
Afgreiðsla skólanefndar á 17. fundi hennar þann 26. júní 2012 var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar þann 10. júlí 2012.

7.4. 1206016 - Skóladagatal Álfaborgar 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 17. fundi hennar þann 26. júní 2012 var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar þann 10. júlí 2012. Í bókun skólanefndar þar sem talað er um fyrirkomulag starfsmannafunda áréttar sveitarstjórn að þeir skuli vera sömu daga og starfsdagar grunnskólans.

8. 1207004 - Fundargerð 144. fundar HNE
Á 144. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra var samþykktur ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Eystra fyrir árið 2011. Engin mál voru tekin fyrir á fundinum sem varða málefni Svalbarðsstrandarhrepps sérstaklega.
Lagt fram til kynningar.

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna:

9. 1205013 - Framkvæmdir árið 2012
Rætt um stöðu varðandi stígagerð. Sveitarstjóra falið að láta klára útboðsgögn varðandi stígagerðina og auglýsa útboðið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.