Sveitarstjórn

37. fundur 09. október 2012

Fundargerð
37. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 9. október 2012 kl. 19:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1209030 - Stígagerð á Svalbarðseyri 2012-13
Borist hefur kvörtun frá íbúa sem lýsir óánægju með þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru við stíga á svæðinu á milli Smáratúns 16 og Laugartúns 19. Í nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi sem tók gildi 4. september s.l.(nr. 772/2012) eru framkvæmdir við göngustíga nefndar meðal framkvæmda sem geta verið framkvæmdaleyfisskyldar.
Í ljósi þess að reglugerðin tók gildi áður en framkvæmdir hófust telur Sveitarstjórn rétt að grenndarkynna framkvæmdirnar við göngustígana milli Laugartúns og Smáratúns sbr. 5 mgr. 13. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjóra falið að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum Smáratúns 14, 16a og 16b og Laugartúns 15, 19a, 19b, 19c, 19d, 19e, 19f og 19g.
Sveitarstjórn telur að ekki hafi verið ástæða til að grenndarkynna stíginn meðfram Valsánni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50.