Sveitarstjórn

38. fundur 28. október 2012
Fundargerð

38. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, sunnudaginn 28. október 2012 kl. 20:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1210014 - Álagningarprósenta útsvars ársins 2013
Samkvæmt 24. grein laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga skal sveitarstjórn ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári.
Sveitarstjórn samþykkir að álagningarprósenta útsvars árið 2012 verði áfram 14,48%, sem er lögbundið hámarksútsvar.

2. 1204013 - Stjórnsýslukæra vegna höfnunar á niðurfellingu sorpgjalds
Lagður fram til kynningar úrskurður Kærunefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2012, kæru Sveinbergs Th. Laxdal á ákvörðun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps frá 29. nóvember 2011 um að hafna umsókn um niðurfellingu sorpgjalds fyrir árið 2011 vegna eldra íbúðarhúss að Túnsbergi í Svalbarðsstrandarhreppi.
Nefndin úrskurðar að ákvörðun sveitarstjórnar hafi verið réttmæt og hafnar kröfu kæranda um ógildingu hennar.

3. 1210015 - Fundur með félagi eigenda sumarhúsa í Heiðarbyggð
Þann 13. október s.l. var sveitarstjóri gestur á fundi í félagi eigenda sumarhúsa í Heiðarbyggð að Geldingsá, þar sem hann svaraði spurningum sumarhúsaeigenda varðandi þjónustu sveitarfélagsins við sumarhúsaeigendur og stefnu sveitarfélagsins um hana.
Sveitarstjóri fór yfir efni fundarins og eftirfylgni vegna hans.

4. 1210013 - Aukaaðalfundur Landskerfis bókasafna 2012
Lagt fram boð á aukaaðalfund Landskerfis bókasafna þann 8. nóvember, sem boðað er til vegna afsagnar eins stjórnarmanna og varamanna.
Sveitarstjórn samþykkir að senda ekki fulltrúa á fundinn.

5. 1210004F - Umhverfisnefnd - 6
Fundargerð 6. fundar umhverfisnefndar þann 23. október 2012 var tekin fyrir á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012. Sjá afgreiðslur einstakra liða.

5.1. 1106002 - Útboð í úrgangsmálum
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012. Sandra Einarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

5.2. 1210008 - Aðgerðir gegn ágengum plöntutegundum
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

5.3. 1205005 - Matjurtagarðar
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

5.4. 1205003 - Stefnumótun í umhverfismálum
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

5.5. 1209030 - Stígagerð á Svalbarðseyri 2012-13
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012. Sveitarstjórn samþykkir að fá sjálfboðaliða Seeds til að sá í kanta og ganga frá umhverfi stígsins í vor.

5.6. 1210010 - Tiltekt í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

5.7. 1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

5.8. 1210011 - Erindi frá útiskóla varðandi örnefni
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 6. fundi hennar þann 23. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

6. 1210005F - Skipulagsnefnd - 20
Fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var þann 24. október 2012 var tekin fyrir á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012. Sjá afgreiðslur einstakra liða.

6.1. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 20. fundi hennar þann 24. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012. Sveitarstjórn leggur þó til að betur verði skoðað hvort núverandi aðkoma að Sunnuhvoli haldi sér. Guðmundur Bjarnason og Sandra Einarsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

6.2. 1210012 - Umsókn um heimild til að fyrir tengibyggingu við "Fjárréttina"
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 20. fundi hennar þann 24. október 2012 var staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar þann 28. október 2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.