Sveitarstjórn

40. fundur 11. desember 2012

Fundargerð
40. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 11. desember 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð rituðu: Anna Fr. Blöndal (liður 1-2) og Sandra Einarsdóttir (liðir 3-13).

Fundargerð skipulagsnefndar var færð framar í dagskrá miðað við boðaða dagskrá með samþykki fundarmanna. Stefán H. Björgvinsson sat fundinn að undir liðum 1 og 2 með málfrelsi og tillögurétt.

Dagskrá:

1. 1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013
Áður á dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar 13. nóvember 2012.
Drög að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013-2016 lögð fram til 2. umræðu.
Helstu tölur í áætluninni eru eftirfarandi:
Samanlagðar tekjur A- og B-hluta eru áætlaðar 238.132 þ.kr. Þar af eru útsvarstekjur 126.320 þ.kr., tekjur af fasteignaskatti 24.478 þ.kr. og framlög Jöfnunarsjóðs 63.506 þ.kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 4.383 þ.kr.
Rekstrargjöld A- og B-hluta 228.069 þ.kr. og afskriftir á árinu verða 14.449 þ.kr. Áætlaður afgangur af rekstri sveitarfélagsins er 359 þ.kr. Fyrirhuguð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 28.100 þ.kr. og fyrirhuguð fjárfesting í eignarhlutum í félögum er 2.500 þ.kr.
Veltufjárhlutfall er áætlað 8,3 og eiginfjárhlutfall er áætlað 0,93. Veltufé frá rekstri er áætlað 6.5%
Álagning fasteignaskatts og sorpgjalds er óbreytt, en rotþróargjald verður eftirfarandi:

0-1.800 lítrar kr. 8.982
1.801-3.600 l kr. 10.902
3.601-6.000 l kr. 14.102
6.001-9.000 l kr. 16.839
9.001-20.000 l kr. 27.599
20.001-40.000 l kr. 28.451

Tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum hækkar um 4,5% og gjaldskrár sem ekki eru vísitölutengdar hækka almennt um 4,5%. Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2013. Hádegisverðir í leik- og grunnskóla verða áfram án gjaldtöku.
Fjárhagsáætlunin samþykkt.

2. 1212002F - Skipulagsnefnd - 21
Fundargerð 21. fundar skipulagsnefndar frá 5. desember 2012 var tekin til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

2.1. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Guðmundur Bjarnason og Sandra Einarsdóttir viku af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Stefán Björgvinsson og Sigurður Halldórsson tóku þátt í afgreiðslu liðarins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 21. fundi hennar þann 5. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

2.2. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Stefán Björgvinsson og Sigurður Halldórsson tóku þátt í afgreiðslu liðarins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 21. fundi hennar þann 5. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.

2.3. 1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 21. fundi hennar þann 5. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.

2.4. 1211022 - Áríðandi tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 21. fundi hennar þann 5. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.

2.5. 1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.Stefán Björgvinsson og Sigurður Halldórsson tóku þátt í afgreiðslu liðarins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 21. fundi hennar þann 5. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.

Anna Fr. Blöndal og Stefán H. Björgvinsson viku af fundi, Sigurður Halldórsson tók sæti Önnu á fundinum.

3. 1212010 - Skipun nýs varamanns í skólanefnd
Þar sem Sigurbjörg Guðmundsdóttir er flutt úr sveitarfélaginu þarf að skipa nýjan varamann í skólanefnd.
Halldór Arinbjarnarson var skipaður 2. varamaður og Sandra Einarsdóttir verður 3. varamaður, að hennar ósk.

4. 1211015 - Snjómokstur í Vaðlabyggð og nágrenni
Áður á dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar þann 13. nóvember 2012.
Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála og niðurstöðu fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar um helmingamokstur.
Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundinum er Vaðlaheiðarvegurinn tengivegur að hluta og Vegagerðinni því heimilt að gera samning um greiðsluþátttöku. Sveitarstjórn óskar eftir því að Vaðlaheiðarvegurinn verði mokaður sem helmingamokstur frá Veigastaðavegi og upp fyrir heilsársbyggð þar sem er föst búseta.

5. 1212004 - Ósk um styrk vegna eldvarnaátaks LSS
Í tölvupósti frá 4. desember 2012 óskar Guðrún Hilmarsdóttir, fyrir hönd Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eftir styrk frá Svalbarðsstrandarhreppi vegna árlegs eldvarnaátaks LSS. Átakið felst m.a. í heimsóknum í 3. bekk gunnskóla landsins og dreifingu fræðsluefnis.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð 25.000 kr.

6. 1211020 - Ósk um styrk vegna Snorraverkefnisins 2013
Í bréfi frá 8. nóvember 2012 óskar Ásta Sól Kristjánsdóttir, fyrir hönd stjórnar Snorrasjóðs, eftir stuðningi Svalbarðsstrandarhrepps við Snorraverkefnið 2013.
Erindi hafnað.

7. 1212008 - Aðalfundarboð Minjasafnsins
Í bréfi frá 4. desember 2012 boðar Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri til aðalfundar safnsins þann 19. desember 2012. Svalbarðsstrandarhreppur á 1 fulltrúa á aðalfundi.
Samþykkt að sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

8. 1212011 - Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis
Fundargerð 12. fundar framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúaembætis Eyjafjarðar lögð fram til kynningar. Á fundinum var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir embættið og tillaga að breytingum á drögum að samþykkt um sameiginlega byggingarnefnd sbr. lið 8 í fundargerð sveitarstjórnar.

9. 1101005 - Samþykkt um sameiginlegan rekstur byggingarnefndar og byggingarfulltrúaembættis
Á 12. fundi framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis var samþykkt tillaga að breytingum á áður gerðri samþykkt um rekstur sameiginlegrar byggingarnefndar fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Breytingarnar eru gerðar í ljósi athugasemda sem gerðar voru við fyrri útgáfu af hálfu umhverfisráðuneytis. Felld hafa verið út ákvæði sem varða sameiginlegan byggingarfulltrúa, stjórnun og fjárreiður embættisins og orðalag þeirra greina sem eftir standa lagað skv. ábendingum ráðuneytisins.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að senda samþykktina til staðfestingar.

10. 1212005 - Leyfi fyrir brennu og flugeldasölu 2012
Í tölvupósti frá 5. desember óskar Sigurður Eiríksson, fyrir hönd Sýslumannsembættisins á Akureyri eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Björgunarsveitarinnar Týs um leyfi fyrir flugeldasölu í Valsárskóla 28.-31. desember og brennu og flugeldasýningu við Svalbarðstjörn 31. desember.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

11. 1211032 - Fundur búfjáreftirlitsnefndar
Fundargerð fundar búfjáreftirlitsnefndar frá 20. nóvember 2012 lögð fram til kynningar. Vakin er athygli á að samkvæmt frumvarpi til laga um búfjár og frumvarpi til laga um velferð dýra er gert ráð fyrir að við gildistöku laga færist eftirlit með búfjárhaldi til Matvælastofnunar.

12. 1212001F - Skólanefnd - 19
Fundargerð 19. fundar skólanefndar frá 4. desember var tekin til afgreiðslu á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerðinni.

12.1. 1212001 - Ráðning í afleysingar í Valsárskóla á vorönn 2013
Afgreiðsla skólanefndar á 19. fundi þann 4. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.

12.2. 1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013
Afgreiðsla skólanefndar á 19. fundi þann 4. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.
Bókun skólanefndar var höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

12.3. 1212002 - Ósk um heimild til ráðningar í Álfaborg vegna stuðnings
Afgreiðsla skólanefndar á 19. fundi þann 4. desember 2012 var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012.

13. 1212012 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga) til umsagnar
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs).
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.