Sveitarstjórn

43. fundur 21. febrúar 2013

Fundargerð
43. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 21. febrúar 2013 kl. 18:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Jakob Björnsson 3. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Áður á dagskrá á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
Lögð fram teikning af nýju skrifstofuhúsnæði Svalbarðsstrandarhrepps unnin af Árna Árnasyni hjá arkitektastofunni Form.
Árni mætti á fund sveitarstjórnar og fór yfir nýjustu tillögur.

2. 1302030 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, tillaga til sveitarstjórna
Í bréfi frá 23. janúar 2013 óskar Bjarni Kristjánsson, fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, eftir að sveitarstjórn taki tillögu nefndarinnar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 til afgreiðslu skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að tillaga Svæðisskipulagsnefndar verði sett í auglýsingu.

3. 1302026 - Erindi varðandi túlkun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Áður á dagskrá á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
Lögð fram drög að svari við ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytis um umsögn Svalbarðsstrandarhrepps um túlkun Skipulagsstofnunar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 varðandi starfsemi eggjabús í Sveinbjarnargerði.
Eiríkur vék af fundi. Jakob Björnsson tók sæti hans.
Farið yfir málið með fundarmönnum. Drög að svari samþykkt með áorðnum breytingum.

4. 1302035 - Ósk um leyfi frá sveitarstjórnar- og nefndarstörfum
Sandra Einarsdóttir óskar eftir leyfi frá sveitarstjórnar- og nefndarstörfum vegna væntanlegrar barnsfæðingar, þar til aðstæður leyfa fundarsetu að nýju.
Beiðni samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.

[Skýring vefstjóra: Stefán H. Björgvinsson sat fundinn í forföllum Önnu Fr. Blöndal. Sigurður Halldórson, 2. varamaður var forfallaður og því var Jakob Björnsson, 3. varamaður, boðaður til að taka sæti Eiríks H. Haukssonar í máli nr. 1302026]