Sveitarstjórn

44. fundur 12. mars 2013

Fundargerð
44. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður, Jakob Björnsson 3. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Jakob Björnsson 3. varamaður sat fundinn undir umfjöllun um fundargerð skipulagsnefndar í stað Eiríks H. Haukssonar.

Dagskrá:

1. 1303009 - Samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi
Lögð fram tillaga sveitarstjóra að samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi. Samþykktin er liður í undirbúningi fyrir gerð samnings við Vegagerðina um viðhald fjallsgirðingar.
Lögð fram til fyrri umræðu. Farið yfir athugasemdir og vísað til annarrar umræðu.

2. 1302023 - Erindi varðandi áframhald búfjáreftirlits
Í bréfi frá 7. febrúar tilkynnir Ólafur G. Vagnsson, fyrir hönd Búnaðarsambands Eyjafjarðar um frestun yfirtöku Matvælastofnunar á búfjáreftirliti. Í bréfinu kemur fram að Búnaðarsamband Eyjafjarðar líti svo á að samningur þess við sveitarfélögin um lögbundið búfjáreftirlit haldi gildi sínu.
Sveitarstjórn lýsir sig sammála túlkun Búnaðarsambands Eyjafjarðar og lítur svo á að samningurinn haldi gildi sínu.

3. 1211001 - Útboð síma- og netþjónustu fyrir Svalbarðsstrandarhrepp
Lögð fram til kynningar drög að gögnum varðandi útboð á fjarskipta- og netþjónustu fyrir sveitarfélagið, ásamt svari Ríkiskaupa við fyrirspurn um verð á þjónustu við gerð örútboðs.
Sveitarstjórn samþykkir að leita tilboða í fjarskiptaþjónustu. Sveitarstjóra falið að vinna að öflun tilboða.

4. 1209030 - Stígagerð á Svalbarðseyri 2012-13
Áður á dagskrá 39. fundar sveitarstjórnar þann 13. nóvember 2012.
Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar á 39. fundi var leitað til vél- og trésmiðja á svæðinu með fyrirspurn um kostnað við brúarsmíði. í svörum allra sem leitað var til kom fram að ekki væru til staðlaðar brýr, en boðin þjónusta við að smíða brú eftir hönnun þar til bærra hönnuða. Kostnaður við hönnun brúar og smíði liggur ekki fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að festa kaup á stálbrú skv. áður framlögðum gögnum.

5. 1303004 - Aðalfundur Gásakaupstaðar ses. 2013
Í bréfi frá 28. febrúar 2013 boðar Guðmundur Sigvaldason, fyrir hönd stjórnar Gásakaupstaðar ses. til aðalfundar félagsins sem haldinn verður í Laxdalshúsi þann 22. mars 2013 kl. 12.
Sveitarstjóri mætir á fundinn sem fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps.

6. 1302038 - Fundargerðir 148, 149, og 150. fundar HNE
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 148., 149. og 150. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.

7. 1302033 - Samgönguáætlun 2011-2022, kynningarrit
Lagt fram til kynningar kynningarrit innanríkisráðuneytis um Samgönguáætlun 2011-2022, ásamt fylgibréfi ráðherra frá 19. febrúar 2013. Í bréfinu er vakin athygli á ráðstefnu um almenningssamgöngur sem haldin verður í Reykjavík 20. mars 2013.

8. 1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Áður á dagskrá á 43. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar 2013.
Lagðar fram uppfærðar tillögur að hönnun skrifstofu og bókasafns unnar af Árna Árnasyni hjá arkitektastofunni Form.
Farið yfir teikningarnar. Sveitarstjórn óskar eftir að skrifstofurnar verði útfærðar samkvæmt teikningu merktri 001.

9. 1303012 - Samningur um langtímaleigu bifreiðar
Samningur við Bílaleigu Akureyrar um langtímaleigu á bifreiðinni IN-A94 rennur út 14. apríl.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir tilboðum í sambærilega langtímaleigu eða kaupleigu.

10. 1303014 - Mengun í neysluvatni á Svalbarðsstrond
Árni Árnason kerfisstjóri Norðurorku mætti á fund sveitarstjórnar og fór yfir atburðarásina varðandi mengun sem orðið hefur vart í neysluvatni frá lindum í landi Garðsvíkur.
Í máli Árna kom fram að verið er að vinna í að komast fyrir vandann. M.a. verður neysluvatnstankur hreinsaður og skolað úr lögnum með því að opna fyrir brunahana.
Fram kom að uppruni vandans er rakin til vatnsbóls sem tekið var í notkun í sumar. Vatnsbólið hefur verið aftengt og verður ekki tekið í notkun fyrr en komist hefur verið fyrir vandann.

11. 1303013 - 20 ára afmæli Leikskólans Álfaborgar 15. mars 2013
Sveitarstjórn hefur borist boð á afmælisfagnað Leikskólans Álfaborgar sem heldur upp á 20 ára afmæli sitt föstudaginn 15. mars 2013 kl. 9.30-11.30.
Sveitarstjórn þakkar boðið og óskar starfsfólki og nemendum til hamingju með afmælið.

12. 1303015 - Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga 2013
Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga verður haldinn í Reykjavík þann 15. mars 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að Eiríkur H. Hauksson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

13. 1302005F - Skipulagsnefnd - 24
Fundargerð 24. fundar skipulagsnefndar frá 7. mars 2013 var tekin fyrir á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013. Sjá afgreiðslur einstakra liða. Eiríkur Hauksson vék af fundi undir umræðum um fundargerð skipulagsnefndar. Jakob Björnsson tók sæti hans.

13.1. 1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 24. fundi hennar þann 7. mars 2013 var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013. Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingin skuli auglýst samhliða deiliskipulagi Kotabyggðar sbr. lið 2 í fundargerð skipulagsnefndar.

13.2. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 24. fundi hennar þann 7. mars 2013 var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013. Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Kotabyggðar skuli auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu sbr. lið 1 í fundargerð skipulagsnefndar.

13.3. 1302036 - Umsókn um byggingu svefnskála
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 24. fundi hennar þann 7. mars 2013 var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013. Sveitarstjórn beinir því til félags lóðareigenda í Vaðlaborgum að farið verði yfir deiliskipulag svæðisins og vilji lóðareigenda til að breyta skilmálum þess kannaður.

13.4. 1303001 - Umsókn um skipulagsheimild fyrir viðbyggingu
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 24. fundi hennar þann 7. mars 2013 var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013.

13.5. 1303002 - Landskipti út úr jörð Þórisstaða
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 24. fundi hennar þann 7. mars 2013 var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013.

13.6. 1303003 - Landskipti út úr jörð Leifshúsa
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 24. fundi hennar þann 7. mars 2013 var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2013.

13.7. 1303007 - Umsókn um stöðuleyfi vegna vinnubúða
Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar fyrir því að leyfi verði veitt fyrir umræddum mannvirkjum. Rök sveitarstjórnar fyrir beiðninni eru eftirfarandi:
1. Umrædd mannvirki verða tímabundin og áhrif þeirra á nágrenni þeirra því takmörkuð. Mannvirkin eru óhjákvæmilegur fylgifiskur framkvæmdar sem gerð hefur verið grein fyrir í aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og leyfi hefur verið veitt fyrir. Leyfi verða skilyrt með því að mannvirkin verði fjarlægð að verktíma loknum.
2. Svefnskáli, mötuneyti og eldhús verða staðsett á svæði þar sem hagsmunir annarra eru óverulegir. Verulegir almannahagsmunir eru af því að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng geti hafist sem fyrst. Eigendur Halllands, sem eiga mestra hagsmuna að gæta, eru jafnframt eigendur umrædds svæðis og því beinir aðilar að samningum við framkvæmdaaðila um afnot af því.
3. Mannvirki innan athafnasvæðis verða staðsett á svæði þar sem hagsmunir annarra eru óverulegir og rask af völdum þeirra eru ekki talin auka á það rask sem eigendur aðliggjandi lands og nálægra lóða munu verða fyrir vegna þeirrar framkvæmdar sem þegar hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir.
Í ljósi þess að aðstæður á svæðunum tveimur eru mismunandi mælist sveitarstjórn til að Skipulagsstofnun verði sent eitt erindi fyrir hvort svæði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.