Sveitarstjórn

45. fundur 09. apríl 2013

Fundargerð
45. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi sat fund sveitarstjórnar undir lið 1 í fundargerð. Árni Árnason arkitekt sat fundinn undir lið 2. Anna yfirgaf fundinn eftir umfjöllun um 16. lið.

Dagskrá:

1. 1304005 - Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2012
Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2012 lagður fram til fyrri umræðu. Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um 30 m.kr. sem er um 30 m.kr. betri afkoma en gert var ráð fyrir í áætlun ársins. Helstu skýringar eru hærri útsvarstekjur og hærri framlög úr Jöfnunarsjóði en áætlað var.
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti á fundinn og fór yfir helstu tölur ársreikningsins. Ársreikningi vísað til síðari umræðu.

2. 1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Árni Árnason, arkitekt, mætti á fund sveitarstjórnar og fór yfir stöðu mála varðandi hönnun á nýjum skrifstofum Svalbarðsstrandarhrepps.
Árni Árnason lagði fram tillögu breytingunum. Tillagan rædd og Árna falið að klára hönnunina til útboðs á grundvelli hennar. Samþykkt að óska eftir kostnaðartölum fyrir gólfhitakerfi í húsnæðið og lauslega áætlun um kostnað við að tengja bílskúrinn við húsið.

3. 1304006 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2013
Umræður um framkvæmdir og fjárfestingar ársins 2013.
Lagt fram minnisblað varðandi framkvæmdir sumarsins og þær ræddar.

4. 1303009 - Samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi
Áður á dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar þann 12. mars 2013.
Drög að samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi hafa verið uppfærð með hliðsjón af umræðum á 44. fundi sveitarstjórnar.
Drögin rædd og gerðar lítilsháttar breytingar. Guðmundi Bjarnasyni falið að leita upplýsinga hjá Bændasamtökunum varðandi ákveðna þætti draganna. Vísað til næsta fundar.

5. 1211014 - Samþykkt um hunda- og kattahald í Svalbarðsstrandarhreppi
Áður á dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
Í brefi frá 22. mars 2013 veitir Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi umbeðna umsögn um drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Svalbarðsstrandarhreppi. Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til ráðherra til staðfestingar.

6. 1303028 - Alþingiskosningar 27. apríl 2013
Í fylgibréfi með kjörskrárstofni frá 27. mars 2013 gefur Ástríður Jóhannesdóttir, fyrir hönd Þjóðskrár Íslands, fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013. Kjörskráin skal lögð fram til skoðunar eigi síðar en 17. apríl 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.“

7. 1303029 - Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga vegna 2012
Í bréfi frá 26. mars 2013 tilkynnir Óttar Guðjónsson, fyrir hönd Lánasjóðs Sveitarfélaga, um ákvörðun aðalfundar sjóðsins um greiðslu arðs til hlutahafa vegna ársins 2012. Hlutur Svalbarðsstrandarhrepps í arðgreiðslunni er kr. 722.160,-.
Kynnt.

8. 1304003 - Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
Í bréfi frá 2. apríl 2013 tilkynnir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, um ályktun ungmenna á Ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Egilsstöðum 20.-22. mars 2013. Í ályktuninni er skorað á íslensk stjórnvöld að leita meira til ungmenna og taka tillit til skoðana þeirra á málefnum samfélagsins, einkum þeim sem varða ungmennin sjálf. Minnt er á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og ungmenna til að láta skoðanir sínar í ljósi og hafa áhrif á mál er þau varða í samræmi við aldur og þroska.
Kynnt.

9. 1205010 - Íbúakosning um sveitarfélagsmerki
Áður á dagskrá 42. fundar sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
Frumgerð kjörseðils fyrir íbúakosningu um sveitarfélagsmerki Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram. Ákveða þarf dagsetningar kosninganna og endanlegt fyrirkomulag.
Helga Kvam vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Samþykkt að senda einn kjörseðil á hvern íbúa á heimilin í sveitarfélaginu og velja á milli sex valkosta. Loka skiladagur ákveðinn kjördagur 27.apríl 2013.

10. 1303025 - Ársfundur SÍMEY 2013
Í bréfi frá 13. mars 2013, boðar Erla Björg Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri SÍMEY, fyrir hönd stjórnar, til ársfundar SÍMEY þann 10. apríl 2013.
Ákveðið að sveitarstjóri verði fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps á fundinum. Sveitarstjórn tilnefnir jafnframt Helgu Kvam til setu í stjórn SÍMEY fyrir hönd sveitarfélaga við Eyjafjörð, annarra en Akureyrar.

11. 1303026 - Fundargerð 151. fundar HNE
Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 13. mars 2013.
Kynnt.

12. 1304004 - Ráðningar í sumarstörf 2013
Umræður um ráðningar í sumarstörf sumarið 2013.
Rætt um ráðningar í sumarstörf á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið ráða fólk í sumarstörf og einnig að sækja um stuðning frá Vinnumálastofnun vegna ráðninga í störfin. Sveitarstóra falið að taka saman lista yfir fjölda barna á vinnuskólaaldri í sveitarfélaginu fyrir næsta fund Sveitarstjórnar.

13. 1304007 - Erindi varðandi skráningu fasteigna í Höfn
Í tölvupósti frá 15. mars 2013 óskar Soffía Friðriksdóttir eftir því að skráningu véla- og verkfæraskemma í Höfn verði breytt úr atvinnuhúsnæði í geymsluhúsnæði, til samræmis við skemmur á bóndabýlum.
Þar sem sú starfssemi sem fer fram í véla- og verkfærageymslu með fastanúmer 216-0244 er hluti af starfsemi verktakafyrirtækis telur sveitarstjórn að leggja beri á hana fasteignagjald í C flokki sem atvinnuhúsnæði. Erindinu er því hafnað varðandi þá skemmu. Sveitarstjórn getur fallist á að húsnæði með fastanúmer 216-0246 verði flokkað sem bílskúr í gjaldflokki A. Sveitarstjóra falið að endurskoða álagningu fasteignagjalda á fasteignina 216-0246 fyrir árið 2013.

14. 1303012 - Samningur um langtímaleigu bifreiðar.
Áður á dagskrá 44. fundar sveitarstjórnar þann 12. mars 2013.
Verð á langtímaleigu bifreiðar hefur verið kannað hjá nokkrum bílaleigum. Niðurstaðan er að hagstæðasti kostur er áframhaldandi leiga á Suzuki Swift hjá Bílaleigu Akureyrar.
Samþykkt að leigja Suzuki Swift bíl hjá Bílaleigu Akureyrar.

15. 1304001F - Skipulagsnefnd - 25
Fundargerð 25. fundar Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps þann 3. apríl 2013 var tekin fyrir á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.

15.1. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Guðmundur Bjarnason vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Afgreiðsla skipulagsnefndar á 25. fundi hennar þann 3. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

15.2. 1303007 - Umsókn um stöðuleyfi vegna vinnubúða
Samþykkt var að taka þennan lið framfyrir í dagskrá og afgreiða hann í upphafi fundar. Afgreiðsla skipulagsnefndar á 25. fundi hennar þann 3. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

15.3. 1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 25. fundi hennar þann 3. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

15.4. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Eiríkur vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Afgreiðsla skipulagsnefndar á 25. fundi hennar þann 3. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

15.5. 1303021 - Áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 25. fundi hennar þann 3. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

15.6. 1303016 - Stjórnsýslukæra vegna höfnunar á byggingaleyfi fyrir Kotabyggð 44
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 25. fundi hennar þann 3. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

16. 1304002F - Skólanefnd - 21
Fundargerð 21. fundar skólanefndar þann 8. apríl 2013 var tekin fyrir á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

16.1. 1303022 - Trúnaðarmál
Afgreiðsla skólanefndar á 21. fundi skólanefndar þann 8. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

16.2. 1304008 - Skóladagatal Valsárskóla 2013-2014
Afgreiðsla skólanefndar á 21. fundi skólanefndar þann 8. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

16.3. 1304002 - Umsókn um starf leikskólakennara
Afgreiðsla skólanefndar á 21. fundi skólanefndar þann 8. apríl 2013 var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar þann 9. apríl 2013.

17. 1304009 - Aðalfundur Tækifæris 2013
Í bréfi frá 4. apríl 2013 boðar Jón Steindór Árnason, fyrir hönd Tækifæris hf. til aðalfundar félagsins þann 19. apríl kl. 14.00.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með umboð Svalbarðsstrandarhrepps á fundinum.

18. 1304010 - Þóknun kjörstjórnar og starfsmanna á kjörstað
Sveitarstjórn samþykkir að greiða kjörstjórn og starfsmönnum á kjörstað þóknun sem miðast við yfirfvinnu skv. launaflokki 119 í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Einingar-Iðju. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sjá kjörstjórn og starfsmönnum fyrir veitingum á kjörstað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.