Sveitarstjórn

46. fundur 30. apríl 2013

Fundargerð
46. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 19:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal Ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Stefán H. Björgvinsson, 1. varamaður, sat fundinn fyrir Söndru Einarsdóttur sem er í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Sigurður Halldórsson, 2. varamaður, sat fundinn undir liðum 1.2 og 1.5 þar sem aðrir fundarmenn lýstu sig vanhæfa.

Dagskrá:

1. 1304005F - Skipulagsnefnd - 26
Fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar þann 30. apríl 2013 var tekin fyrir á 46. fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

1.1.1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa skipulagstillögurnar skv. 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

1.2.1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Sigurður Halldórsson tók sæti hans. Afgreiðsla skipulagsnefndar á 26. fundi skipulagsnefndar þann 30. apríl 2013 var staðfest á 46. fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl 2013.

1.3.1304016 - Umsókn um heimild fyrir viðbyggingu við reykhús
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 26. fundi skipulagsnefndar þann 30. apríl 2013 var staðfest á 46. fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl 2013.

1.4.1304015 - Umsókn um stofnun lóða út úr landspildu nr. 152900
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 26. fundi skipulagsnefndar þann 30. apríl 2013 var staðfest á 46. fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl 2013.

1.5.1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Guðmundur Bjarnason vék af fundi undir umræðum um þennan lið. Sigurður Halldórsson sat fundinn í hans stað. Sveitarstjórn samþykkir að lóðir nr. 115 og 126 verði skilgreindar í deiliskipulaginu sem athafnalóðir til samræmis við gildandi aðalskipulag. Sveitarsstjórn samþykkir jafnframt að lóðir 118, 123 og 125 verði látnar halda sér í tillögunni. Samræma þarf mörk notkunarreita milli deili- og aðalskipulags. Að því loknu verði tillögurnar lagðar fyrir skipulagsnefnd að nýju.

1.6.1304012 - Erindi varðandi grunnskóla í deiliskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 26. fundi skipulagsnefndar þann 30. apríl 2013 var staðfest á 46. fundi sveitarstjórnar þann 30. apríl 2013.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.