Sveitarstjórn

48. fundur 11. júní 2013
Fundargerð
48. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, þriðjudaginn 11. júní 2013 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður, Jakob Björnsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1306012 - Trúnaðarmál
Afgreiðsla sveitarstjórnar skráð í trúnaðarmálabók.

2. 1306006 - Leiðbeiningar um viðauka við fjárhagsáætlun
Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð viðauka við fjárhasáætlun frá 31. maí 2013 lagðar fram til kynningar.
Kynnt.

3. 1304006 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2013
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir og fjárfestingar.
Nokkur umræða varð um töf sem orðið hefur brúnni við stíginn. Einnig var gerð grein fyrir stöðu mála varðandi hönnun á skrifstofum og athugun á ástandi glugga í verðandi skrifstofum. Skilti á sveitarfélagamörkum er búið að panta en ekki kominn afgreiðslutími - pantað er í gegnum Vegagerðina. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi lífrænu sorptunnuna og eitrun kerfils og njóla. Snúningshausar og plön í Laugatúni og Smáratúni eru í vinnslu.
Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjallgirðinguna og að stefnt er að fundi með landeigendum fimmtudaginn 20 júní 20.30 í matsal Valsárskóla.
Borist hefur ósk frá íbúum við Laugatún um að sett sé hraðahindrun í götuna. Sveitarstjórn samþykkir að setja hindranir sem fjarlægja má að vetrinum til. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

4. 1303014 - Mengun í neysluvatni á Svalbarðsstrond
Í leysingunum sem verið hafa undanfarna daga hefur aftur orðið vart mengunar í neysluvatni í Svalbarðsstrandarhreppi.
Á fundinn mætti Árni Árnason f.h. Norðurorku. Árni fór yfir stöðu mála varðandi mengun vatns. Hann greindi frá niðurstöðum úr sýnatökum í Valsárskóla. Niðurstöður sýndu að mengun í vatninu var það mikil ennþá að ekki væri um annað að ræða en sjóða vatnið til neyslu. Árni gerði grein fyrir hugsanlegum orsökum m.a. skriðuföll við Garðsvíkurlind. Í nýjustu sýnum er enn of mikil mengun í nyrsta bólinu þannig að búið er að skipta yfir í syðri lindirnar tvær við Garðsvík en athugun á þeim benti til þess að þær væru hreinar. Niðurstöður úr síðustu sýnatökum ættu að liggja fyrir fimmtudaginn 13. júní.
Árni upplýsti að væntanleg er skýrsla frá Árni Hjartarsyni hjá Isor varðandi leiðir til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.
Sveitarstjóri spurði hvort einhver úrræði væru á áætlun til að koma í veg fyrir endurtekningu þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist.
Árni taldi vænlegast í stöðunni að gera ráðstafanir til að verja vatnið frekar en að setja geisla og síubúnað á lindina en vildi ekki setja fram ákveðnar tillögur að svo stöddu - ekki sýst þar sem skýrsla Árna Hjartarsonar væri ekki komin.
Sveitarstjóri spurði hvort örari mælingar væru gerðar núna og Árni upplýsti að svo væri. Hann upplýsti einnig að ekki væri tilefni til að tæma tankinn og skola hann að þessu sinni þar sem ekki væru sjáanleg óhreinindi í tankinum sjálfum. Árni sagði að hægt væri að tappa undan tankinum til að flýta fyrir ferlinu.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps harmar að ekki skuli hafa verið gerðar nægilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun af völdum ofanvatns. Það ástand sem í annað sinn á skömmum tíma er komið upp er ekki ásættanlegt. Sveitarstjórn leggur þunga áherslu á að gerða verði varanlegar útbætur í vatnsmálum Svalbarðsstrandar eins fljótt og mögulegt er.

5. 1306013 - Skipun í nefndir í stað Söndru Einarsdóttur
Sandra Einarsdóttir hefur misst kjörgengi sitt í Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps vegna flutnings úr sveitarfélaginu. Sandra var einnig fulltrúi í Skipulagsnefnd, 1. varamaður í félagsmálanefnd og 3. varamaður í skólanefnd. Skipa þarf fulltrúa í hennar stað.
Eftirfarandi breytingar eru samþykktar af sveitarstjórn:
Jakob Björnsson tekur sæti þriðja varamanns í Skipulagsnefnd en Berþóra tekur sæti Söndru sem aðalmaður í skipulagsnefnd.
Sigurður Halldórsson tekur sæti þriðja varamanns í Skólanefnd.
Kristín Bjarnadóttir verður 1. varamaður, Helga Kvam 2. varamaður og Anna Fr. Blöndal 3. varamaður í félagsmálanefnd.

6. 1302006F - Umhverfisnefnd - 7
Fundargerð 7. fundar umhverfisnefndar þann 21. maí 2013 var tekin fyrir á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.
6.1. 1305019 - Áherslur umhverfisnefndar í umhverfismálum 2013
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 7. fundi þann 21. maí var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

6.2. 1305020 - Umhverfisvika í Svalbarðsstrandarhreppi 2013
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 7. fundi þann 21. maí var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

6.3. 1212003 - Ályktun Skógræktarfélags Íslands
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 7. fundi þann 21. maí var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

6.4. 1302034 - Ástand gróðurs og umferðaröryggi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 7. fundi þann 21. maí var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

6.5. 1205005 - Matjurtagarðar
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 7. fundi þann 21. maí var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

6.6. 1305021 - Upprekstur á afrétt og viðhald fjallsgirðingar 2013
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 7. fundi þann 21. maí var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

7. 1306001F - Skipulagsnefnd - 27
Fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar þann 6. júní 2013 var tekin fyrir á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.
7.1. 1306003 - Beiðni um tillögu að deiliskipulagi í Sveinbjarnargerði 2, 3 & 4.
Anna Fr. Blöndal og Eiríkur H. Hauksson viku af fundi á meðan dagskrárliðurinn var ræddur og Jabkob Björnsson tók sæti í staðinn. Afgreiðsla skipulagsnefndar á 27. fundi hennar þann 6. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

7.2. 1212021 - Erindi varðandi Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Anna Fr. Blöndal og Eiríkur H. Hauksson viku af fundi á meðan dagskrárliðurinn var ræddur. Afgreiðsla skipulagsnefndar á 27. fundi hennar þann 6. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

7.3. 1306004 - Umsókn um skipulagsheimild fyrir spennistöð á lóð Kjarnafæðis
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 27. fundi hennar þann 6. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

7.4. 1306007 - Framkvæmdir í fjörunni í landi Meyjarhóls
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 27. fundi hennar þann 6. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

7.5. 1303016 - Stjórnsýslukæra vegna höfnunar á byggingaleyfi fyrir Kotabyggð 44
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 27. fundi hennar þann 6. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

8. 1306002F - Skólanefnd - 23
Fundargerð 23. fundar skólanefndar þann 10. júní 2013 var tekinn fyrir á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

8.1. 1306008 - Erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri
Afgreiðsla skólanefndar á 23. fundi hennar þann 10. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013. Helga Kvam og Eiríkur H Hauksson viku af fundi við afgreiðslu liðarins og tók Jakob Björnsson sæti. Kostnaði skal mætt með lækkun eiginfjár og skoðast sem viðauki við fjárhagsáætlun.

8.2. 1306010 - Skóladagatal Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar
Afgreiðsla skólanefndar á 23. fundi hennar þann 10. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

8.3. 1305017 - Skóladagatal Álfaborgar 2013-2014
Afgreiðsla skólanefndar á 23. fundi hennar þann 10. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

8.4. 1304008 - Skóladagatal Valsárskóla 2013-2014
Afgreiðsla skólanefndar á 23. fundi hennar þann 10. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

8.5. 1306009 - Viðhald fasteigna í Valsárskóla 2013
Afgreiðsla skólanefndar á 23. fundi hennar þann 10. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

8.6. 1306011 - Mönnun í Valsárskóla skólaárið 2013-2014
Afgreiðsla skólanefndar á 23. fundi hennar þann 10. júní 2013 var staðfest á 48. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2013.

8.7. 1303022 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók sveitarstjórnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.