Sveitarstjórn

50. fundur 09. júlí 2013

Fundargerð
50. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 9. júlí 2013 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.
Enginn varamaður komst á fundinn.

Dagskrá:

1. 1307006 - Boð á viðhafnarsprengingu 12. júlí 2013

Í bréfi frá 4. júlí 2013 býður Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd Vaðlaheiðarganga ehf. fulltrúum sveitarfélagsins að vera viðstaddir viðhafnarsprengingu þann 12. júlí 2013 á vinnusvæði Vaðlaheiðarganga.
Farið var yfir hverjir gætu mætt og sveitarstjóra falið að staðfesta mætingu.

2. 1304006 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2013
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir ársins 2013. Lögð fram tillaga Ingvars Ívarssonar landslagsarkitekts hjá Landslagi ehf. að frágangi bílastæða og snúningssvæðis við norðurenda Smáratúns.
Árni Árnason mætti á fundinn og fór yfir kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir við breytingar á skólastjóraíbúð. Anna vék af fundi á meðan rætt var um kostnaðaráætlun. Rætt um það hvort tímasetning framkvæmdanna sé heppileg og hvort aðrir kostir væru í stöðunni. Árni kynnti einnig teikningar að nýjum gluggum í handavinnustofur og í eldri hluta leikskólans. Ákveðið að ráðast í verkið hið fyrsta.
Kynntar tillögur Landslags að frágangi á norðurenda Smáratúns. Ákveðið að kynna tillöguna fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
Framleiðsla á göngubrú og skiltum á sveitarfélagsmörk er hafin. Hraðahindranir hafa verið pantaðar.
Eiríkur nefndi að brýnt væri að eitrað væri fyrir kerfli hið fyrsta og gámasvæðið í Kotabyggð hreinsað og njóli fjarlægður.

3. 1307008 - Gjaldskrá Byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga formanns stjórnar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar og byggingarfulltrúa að gjaldskrá fyrir byggingarleyfi.
Sveitarstjóri fór yfir málið. Vísað til síðari umræðu.

4. 1307007 - Umsóknir um stöðu skólastjóra Valsárskóla

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Valsárskóla var til 8. júlí. Staða mála var kynnt á fundinum.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsóknir sem hafa borist um stöðu skólastjóra. Capacent er að vinna úr gögnum sem verða síðan send sveitarstjórn. Einnig var farið yfir stöðuna varðandi umsóknir í aðrar stöður en umsóknarfrestur rennur út í dag.

5. 1307010 - Sumarlokun skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps
Umræður um sumarlokun skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps. Lagt er til að lokað verði frá og með mánudeginum 15. júlí til föstudagsins 26. júlí.
Lokunin samþykkt. Oddviti og varaoddviti munu leysa úr brýnum verkefnum ef upp koma.

6. 1304017 - Ráðning sameiginlegs skipulagsfulltrúa sveitarfélaga við Eyjafjörð

Sveitarstjóri og oddviti leggja til að óskað verði eftir samstarfi við Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit um ráðningu sameiginlegs skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélögin.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Sveitarstjóra falið að koma á fundi.

7. 1306022 - Fundargerð 153. fundar HNE

Fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. júní 2013 lögð fram til kynningar. Vakin er athygli á lið 4 í fundargerðinni þar sem hvatt er til þess að gert verði deiliskipulag fyrir Sveinbjarnargerði.

8. 1306005F - Skipulagsnefnd - 28
Fundargerð 28. fundar skipulagsnefndar frá 1. júlí 2013 var tekin fyrir á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

8.1. 1306024 - Ósk um kvöð á breytta legu ljósleiðara

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

8.2. 1306027 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Eyrarinnar á Svalbarðseyri

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa skipulagstillöguna.

8.3. 1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Eiríkur Haukur Hauksson vék af fundi undir afgreiðslu liðarins.

8.4. 1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Eiríkur Haukur Hauksson vék af fundi undir afgreiðslu liðarins.

8.5. 1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013.

8.6. 1306026 - Frístundahús á lóð 44 í Kotabyggð.

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi erindið.

8.7. 1306025 - Umsókn um viðbyggingu við hús nr. 10 (gömlu réttina)

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013.

8.8. 1306028 - Umsókn um stækkun á matsal ofl.

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 28. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

9. 1306006F - Skólanefnd - 24
Fundargerð 24. fundar skólanefndar frá 1. júlí 2013 var tekin fyrir á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

9.1. 1303022 - Trúnaðarmál

Skráð í trúnaðarmálabók sveitarstjórnar.

9.2. 1306023 - Ósk um lækkun starfshlutfalls

Afgreiðsla skólanefndar á 24. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013.

9.3. 1306020 - Uppsögn stöðu skólastjóra

Afgreiðsla skólanefndar á 24. fundi þann 1. júlí 2013 var staðfest á 50. fundi sveitarstjórnar þann 9. júlí 2013.

10. 1303014 - Mengun í neysluvatni á Svalbarðsstrond
Borist hefur bréf Helga Jóhannessonar, fyrir hönd Norðurorku, frá 3. júlí 2013, þar sem farið er yfir ástæður mengunar í Garðsvíkurlindum.
Lagt fram til kynningar.

11. 1306014 - Námsferð til Skotlands 3.-5. september nk.

Sveitarstjóri hefur lýst áhuga á að fara í námsferð Sambands íslenskra sveitarfélaga til Skotlands 3.-5. september n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari í ferðina. Áætlaður ferðakostnaður er 150-170 þ.kr. Samþykkt þessi skoðast sem viðauki við fjárhagsáætlun.

12. 1205014 - Fréttabréf Svalbarðsstrandarhrepps

Sandra Einarsdóttir hefur boðist til að standa fyrir útgáfu fréttabréfs fyrir Svalbarðsstrandarhrepp.
Sveitarstjórn þakkar frumkvæði Söndru og samþykkir að fela henni að gefa út fréttabréf undir nafninu "Ströndungur".

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.