Sveitarstjórn

55. fundur 26. september 2013

Fundargerð
55. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 21:30.
Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður og Sigurður Halldórsson 1. varamaður.
Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1310001F - Skipulagsnefnd - 32
Fundargerð 32. fundar Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps frá 26. september 2013 var tekin fyrir á 55. fundi Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 20. ágúst 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.

1.1. 1310001 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 varðandi flokkun Veigastaðavegar

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 32. fundi hennar þann 26. september 2013 var staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar þann 26. september 2013. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að breytingartillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr 32. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að senda hana Skipulagsstofnun og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

1.2. 1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 32. fundi hennar þann 26. september 2013 var staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar þann 26. september 2013.

1.3. 1310002 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús á lóð 1-1a í Kotabyggð.

Afgreiðsla skipulagsnefndar á 32. fundi hennar þann 26. september 2013 var staðfest á 55. fundi sveitarstjórnar þann 26. september 2013. Sveitarstjórn telur að þar sem búið er að auglýsa deiliskipulagið og athugasemdafrestur liðinn sé ekki þörf á grenndarkynningu vegna þessa.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.