Sveitarstjórn

60. fundur 14. janúar 2014

Fundargerð

60. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. janúar 2014 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1401004 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2014
Nokkurt tjón hefur orðið á sjóvörninni og vegarslóða við tjarnirnar á Svalbarðseyri í illviðrum síðastliðinna vikna. Taka þarf ákvörðun um viðbrögð.
Sveitarstjóri hefur átt fund með verkfræðingum og fulltrúum Akureyrarbæjar um efnisgæði og verð efnisins úr jarðgöngunum.
Guðmundur og Jón Hrói gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi skemmdir við Tjarnirnar og niðurstaðan sú að skemmdirnar eru minni en á horfðist. Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir og láta lagfæra. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi efnisverð, gerð þess og gæði. Sveitarstjóri mun halda áfram að skoða málið. Sveitarstjóri upplýsti að búið væri að bjóða út sorphirðinguna. Skilafrestur rennur út 24. janúar og opnun tilboða verður 28. janúar. Útboð á framkvæmdum við sveitarstjórnarskrifstofu og bókasafn er farið í auglýsingu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að verkinu verði lokið 23. maí 2014.
Búið er að óska eftir frumhönnun á legu stígs frá Svalbarðseyri að sveitarfélagamörkum Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar.

2. 1302021 - Endurnýjun fjallsgirðingar
Farið yfir stöðu mála varðandi fjallsgirðingu.
Guðmundur gerði grein fyrir stöðu mála. Sveitarstjórn samþykkir að fela Sveitarstjóra og Oddvita að hefja viðræður við Vegagerðina. Einnig samþykkir sveitarstjórn að leita liðsinnis Ólafs Dýrmundssonar.

3. 1401006 - Íbúafundur
Umræður um efni og skipulag íbúafundar.
Ákveðið að efna til íbúaþings um miðjan febrúar. Sveitarstjóra falið að senda dreifipóst og setja upp auglýsingu á vef sveitarfélagsins.

4. 1401007 - Ósk um námsvist í Valsárskóla
Í tölvupósti frá 9. janúar 2014 óskar Árni K. Bjarnason, fyrir hönd Akyreyrarkaupstaðar, eftir námsvist í Valsárskóla fyrir nemanda frá Akureyri.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

5. 1310003 - Umsókn um stækkun lóðarinnar Húsabrekku í landi Halllands
Áður á dagskrá 56. fundar sveitarstjórnar þann 8. október 2013.
Lagður fram uppdráttur af fyrirhugaðri lóðarstækkun ásamt afriti af samningi á milli hlutaðeigandi aðila.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við landskiptin.

6. 1401001 - Fundargerð 158. fundar HNE
Fundargerð 158. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynnningar.

7. 1312016 - Fundur fulltrúa sveitarfélga og UMSE
Í bréfi frá 12. desember óskar Þorsteinn Marinósson, fyrir hönd Ungmennasambands Eyjafjarðar, eftir þátttöku fulltrúa sveitarfélagsins á fundi um stefnumótun UMSE sem haldinn verður 14. janúar 2014 kl. 17.
Óskað er eftir að fulltrúar sveitarfélagsins velti fyrir sér eftirtöldum spurningum:
• Hvernig getur UMSE stutt við innra starf sveitarfélagsins varðandi íþróttastarf?
• Hverskonar þjónustu getur UMSE helst veitt sveitarfélaginu?
• Getur UMSE orðið samstarfsvettvangur fyrir sveitarfélögin innan starfssvæðisins og hvernig þá?
• Eru verkefni á vegum sveitarfélagsins sem fela mætti UMSE í ljósi þekkingar og samstarfs. Ef svo, hvers konar verkefni?
Málið var kynnt og sveitarstjóra falið að sækja fundinn.

8. 1312024 - Fundargerð 88. fundar Byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis 13.12.2013
Fundargerð jólafundar Byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis frá 13. desember 2013 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9. 1401005 - Fundargerð 36. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Lögð fram fundargerð 36. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar, ásamt starfsreglum um störf Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem samþykktar voru á fundinum.
Afgreiðslu frestað.

10. 1401009 - Ósk um umsögn um umsókn um starfsleyfi fyrir heimagistingu
Í tölvupósti frá 13. janúar 2014 óskar Sigurður Eiríksson fulltrúi, fyrir hönd Sýslumannsins á Akureyri eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Birnu Gunnlaugsdóttur kt. 100947-4479 Smáratúni 5 Svalbarðseyri um rekstarleyfi samkvæmt gististaðaflokki I, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Umsóknin varðar heimagistingu að Smáratúni 5 Svalbarðseyri undir sama nafni.
Tekið á dagskrá með samþykki fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun rekstrarleyfis.

11. 1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
Áður á dagskrá 58. fundar sveitarstjórnar þann 10. desember 2013 í fundargerð 34. fundar skipulagsnefndar.
Að beiðni sveitarstjóra hefur erindisbeiðandi sent til umsagnar uppdrátt með hnitum þeirrar lóðar sem taka þarf úr landbúnaðarnotum vegna vinnu við endurskoðun skipulags Sunnuhlíðar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á ferðaþjónustu á landareigninni. Um er að ræða fremur rýrt landbúnaðarland, að mestu mel, sem að sögn landeiganda er ekki heyjað.
Tekið á dagskrá með samþykki fundarmanna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umræddri lóð verði skipt út úr jörð Sunnuhlíðar og hún tekin úr landbúnaðarnotum.

12. 1401008 - Ósk um styrk til nýsköpunar
Í tölvupósti frá 12. janúar 2014 óskar Ævar Baldvinsson, fyrir hönd HD hljóðkerfaleigu, eftir styrk vegna nýsköpunarverkefnis sem fyrirtækið vinnur að.
Tekið á dagskrá með samþykki fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir kynningu á verkefninu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.