Sveitarstjórn

61. fundur 11. febrúar 2014
Fundargerð
61. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 11. febrúar 2014 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1402001 - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda þann 20. febrúar 2014
Í ódagsettu bréfi sem barst sveitarfélaginu þann 31. janúar 2014, boðar Örn Bergsson, fyrir hönd stjórnar Landssamtaka landeigenda á Íslandi, til aðalfundar samtakanna þann 20. febrúar 2014.
Sveitarstjórn mun ekki senda fulltrúa á aðalfund Landssamtakanna.

2. 1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Þrír aðilar gáfu tilboð í breytingar á húsnæði sveitarfélagsins úr íbúð í skrifstofur. Eftir að farið hefur verið yfir tilboðsgögn og reikniskekkjur leiðréttar standa tvö gild tilboð eftir:
BB Byggingar, 26,0 mkr.,
Bjálkinn og flísin, 26,3 mkr.,
Þar sem einingaverð vantaði víða í fylgigögnum með tilboði Timbru ehf. reyndist ekki hægt að taka það gilt. Niðurstaða útboðsins hefur verið tilkynnt þátttakendum með tölvupósti og unnið er að samningi við lægstbjóðanda.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við BB-byggingar.

3. 1105027 - Hjólreiðastígur meðfram þjóðvegi 1
Send hefur verið verðfyrirspurn til tveggja hönnunarstofa, Landslagi ehf og Teiknistofu Arkitekta, um verð í frumhönnun göngu- og hjólreiðastígs meðfram þjóðvegi 1. Lögð fram svör hönnuðanna við fyrirspurninni.
Sveitarstjórn samþykkir að leita til Landslags ehf. um hönnunina.

4. 1106002 - Útboð í úrgangsmálum
Tvö tilboð bárust í sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi. Íslenska gámafélagið ehf. bauð 35,4 mkr. og Gámaþjónusta Norðurlands ehf. bauð 40,6 mkr. Farið hefur verið yfir útboðsgögn og leiddi sú skoðun í ljós að útreikningar bjóðenda voru réttir. Lægstbjóðandi hefur sýnt fram á hæfi skv. skilmálum í útboðsgögnum.
Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.

5. 1401008 - Ósk um styrk til nýsköpunar
Áður á dagskrá 60. fundar þann 14. janúar 2014. Fulltrúar HD hljóðkerfaleigu mættu á fundinn og kynntu verkefni sitt.
Gestir fundarins voru Ævar Baldvinsson, Grétar Baldvinsson og Kristján Axel Gunnarsson og fóru þeir yfir áætlunina sem liggur að baki umsókninni. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjóra er falið að leita leiða til þess að verða við því.

6. 1402004 - Beiðni um samstarf í innheimtu

Í bréfi frá 31. janúar 2013 býður Haraldur Leifsson, fyrir hönd Inkasso ehf., fram þjónustu fyrirtækisins við innheimtu.
Lagt fram til kynningar. Ekki er á áætlun að breyta um innheimtuaðila sveitarfélagsins að svo stöddu.

7. 1401001F - Skipulagsnefnd - 35
Fundargerð 35. fundar skipulagsnefndar var tekin fyrir á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
7.1. 1401018 - Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 35. fundi var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014. Anna Fr. Blöndal verður fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps á samráðsvettvanginum.
7.2. 1401020 - Áskorun varðandi útsýnispall í Vaðlaheiði
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 35. fundi var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
7.3. 1401006 - Íbúafundur
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 35. fundi var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
7.4. 1401021 - Hönnunarviðmið fyrir götur í íbúðarbyggðum í Svalbarðsstrandarhreppi.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á framlögðum drögum að hönnunarviðmiðum:
1. Greinar í viðmiðunum eru númeraðar.
2. Við grein 2, Almennt bætist eftirfarandi: Ef sett er upp umhverfis- og/eða götulýsing í íbúðar- eða frístundahverfi skal hún vera lágstemmd og stefnuvirk til að valda ekki óþarfa ljósmengun og varðveita þau gæði sem myrkrið veitir, s.s. sýn á stjörnur og norðurljós m.a. til hagsbóta fyrir íbúa og ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu.
3. Við viðmiðin er bætt svohljóðandi grein: 7. Undanþágur; Sveitarstjórn getur veitt undanþágur frá ofangreindum viðmiðum á grundvelli rökstuddra erinda ef aðstæður gefa tilefni til.
7.5. 1401022 - Staðfesting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 35. fundi var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
7.6. 1401023 - Umsókn um leyfi fyrir tímabundinni efnislosun
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 35. fundi var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.

8. 1402001F - Skipulagsnefnd - 36
Fundargerð 36. fundar skipulagsnefndar var tekin fyrir á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
8.1. 1401023 - Umsókn um leyfi fyrir tímabundinni efnislosun
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 36. fundi hennar þann 10. febrúar 2014 var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
8.2. 1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 36. fundi hennar þann 10. febrúar 2014 var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
8.3. 1401021 - Hönnunarviðmið fyrir götur í íbúðarbyggðum í Svalbarðsstrandarhreppi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 36. fundi hennar þann 10. febrúar 2014 var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014.
8.4. 1402003 - Ósk um umsögn vegna umsóknar um leyfi til hundahalds í atvinnuskyni
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir úttektarskýrslu frá Mast sem gerð var í september samkv. áætlun.

9. 1402002F - Félagsmálanefnd - 6
Fundargerð 6. fundar félagsmálanefndar frá 10. febrúar 2014 var tekin fyrir á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014. Sjá afgreiðslur einstakra liða.
9.1. 1402005 - Greiðslur fyrir PMT námskeið
Afgreiðsla félagsmálanefndar á 6. fundi hennar þann 10. febrúar 2014 var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014. Sjá afgreiðslu einstakra liða. Sveitarstjórn samþykkir niðurgreiðslu á sömu forsendum og hjá Akureyrarbæ.
9.2. 1312009 - Umsókn um endurnýjun leyfis til daggæslu barna í heimahúsi
Afgreiðsla félagsmálanefndar á 6. fundi hennar þann 10. febrúar 2014 var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014. Sjá afgreiðslu einstakra liða.
9.3. 1402008 - Félagsstarf eldri borgara
Afgreiðsla félagsmálanefndar á 6. fundi hennar þann 10. febrúar 2014 var staðfest á 61. fundi sveitarstjórnar þann 11. febrúar 2014. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

10. 1402009 - Fjársöfnun Álfaborgar fyrir börn í Filipseyjum
Í lok ársins 2013 reið fellibylur yfir Filipseyjar og olli miklu tjóni. Starfsfólk og nemendur í leikskólanum Álfaborg hafa hafið fjársöfnun til styrktar börnum sem eiga um sárt að binda vegna hans. Haldin var sölusýning á verkum barnanna í Safnasafninu. Í tölvupósti frá 10. febrúar 2014 óskar Dýrleif Skjóldal, fyrir hönd leikskólans eftir framlagi sveitarstjórnar í söfnunina.
Sveitarstjórn samþykkir framlag að fjárhæð kr. 110 á íbúa, samtals krónur 45.540,- og óskar nemendum og starfsfólki Álfaborgar góðs gengis í fjáröfluninni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.