Sveitarstjórn

63. fundur 08. apríl 2014

Fundargerð
63. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1403012 - Endurskoðun hjá Svalbarðsstrandarhreppi 2014
Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2013 lagður fram til fyrri umræðu, ásamt bréfi um hlutverk endurskoðanda og stjórnenda við endurskoðun.
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi frá KPMG kom á fundinn og fór yfir tölur ársreikningsins. Rætt um ársreikninginn og honum vísað til annarrar umræðu.

2. 1404005 - Siðareglur sveitarstjórnar
Lögð fram drög að siðareglum sveitarstjórnar skv. 29. grein Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Drögin voru rædd og vísað til annarrar umræðu. Ákveðið að kynna stjórnendum reglurnar á mílli funda og fá álit lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga á þeim.

3. 1212017 - Gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjöld í Svalbarðsstrandarhreppi
Tillaga sveitarstjóra að gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald lögð fram til fyrstu umræðu.
Vísað til annarrar umræðu.

4. 1404001 - Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga vegna 2013
Í bréfi frá 2. apríl 2014 tilkynnir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, um arðgreiðslu til Svalbarðsstrandarhrepps að fjárhæð kr. 506.928,- í samræmi við ákvörðun aðalfundar Lánasjóðsins þann 27. mars 2014.
Lagt fram til kynningar.

5. 1404003 - Boð um aðild að Samorku
Í bréfi frá 1. apríl 2014 bjóða Gústaf Adolf Skúlason og Sigurjón Norberg Kjærnested Svalbarðsstrandarhreppi aðild að Samorku, samtökum orku og veitufyrirtækja, í krafti þess að Svalbarðsstrandarhreppur rekur fráveitu. Með erindinu fylgir dagskrá vorfundar samtakanna og ársskýrsla fyrir árið 2013.
Lagt fram kynningar. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til aðildar að þessu sinni.

6. 1401005 - Fundargerð 36. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Lögð fram fundargerð 36. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar, ásamt starfsreglum um störf Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem samþykktar voru á fundinum.
Sveitarsjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir starfsreglurnar fyrir sitt leyti og einnig tillögu Svæðisskipulagsnefndar um að samastaður verði hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs og að skrifstofu þess verði falið að annast umsýslu vegna nefndarinnar.

7. 1403007 - Fundargerðir 159. og 160. fundar HNE
Fundargerðir 159. fundar Heilbrigðisnefndar Norðulands Eystra frá 15. janúar 2014 og 160. fundar nefndarinnar frá 19. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

8. 1404004 - Grænmetisgarðar fyrir Valsárskóla
Í bréfi frá 30. mars 2014 óskar Inga Sigrún Atladóttir, skólasjóri Valsárskóla, eftir heimild til að staðsetja grænmetisgarð fyrir skólann á svæðinu vestan við „Reitin“, þar sem útikennsla skólans fer fram. Einnig er óskað eftir aðstoð við undirbúing garðsins.
Sveitarstjórn telur réttara að stækka fremur svæði núverandi matjurtagarða norðan sundlaugarinnar en að taka nýtt svæði undir.

9. 1403003F - Umhverfisnefnd - 8
Fundargerð 8. fundar umhverfisnefndar frá 1. apríl 2014 var tekin fyrir á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerðinni.

9.1. 1403016 - Umhverfisátak 2014
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 8. fundi hennar þann 1. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

9.2. 1403015 - Yfirtaka á sorphirðuþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 8. fundi hennar þann 1. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

10. 1404001F - Skipulagsnefnd - 38
Fundargerð skipulagsnefndar frá 38. fundi hennar þann 7. apríl 2014 var tekin fyrir á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

10.1. 1404007 - Breyting á aðalskipulagi vegna Sunnuhlíðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 38. fundi hennar þann 7. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

10.2. 1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 38. fundi hennar þann 7. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

10.3. 1404006 - Ósk um túlkun á skipulagsskilmálum deiliskipulags Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 38. fundi hennar þann 7. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

10.4. 1403014 - Efnislosun og afmörkun frístundasvæðis
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 38. fundi hennar þann 7. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014. Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í grenndarkynningu með efnislosunarsvæði, um leið og upplýsingar samkv. bókun skipulagsnefndar liggja fyrir. Skilgreindir hagsmunaaðilar eru eigendur fasteigna í Halllandsnesi og eigendur sumarhússins Strandar.

10.5. 1403009 - Umsókn um heimild til byggingar sumarhúss
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 38. fundi hennar þann 7. apríl 2014 var staðfest á 63. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.