Sveitarstjórn

2. fundur 04. júlí 2014
Fundargerð
2. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, föstudaginn 4. júlí 2014 kl. 14:00.
 
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Valtýr Þór Hreiðarsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
 
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.
 
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að Jón Hrói Finnsson sæti fundinn sem sveitarstjóri. Það var samþykkt samhljóða.
Oddviti lagði til að umræður um gólfefnaval á nýrri skrifstofu sveitarfélagsins yrði bætt á dagskrá í upphafi fundar. Það var einnig samþykkt samhljóða.
 
Dagskrá:
 
1. 1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Bætt á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Árni Árnason mætti á fundinn.
Árni fór yfir stöðuna varðandi gólfefni. Í ljós hefur komið að söluaðilar vilja ekki ábyrgjast endingu niðurlímds gegnheils parkets sem lagt er ofan á hitalagnir. Árni leggur því til að lagt verði fljótandi spónlagt parket. Sveitarstórn samþykkir það. Sveitarstjórn skoðaði prufur og fól Árna að kaupa inn parkett samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar.
 
2. 1406011 - Skipun nefnda fyrir kjörtímabilið 2014-2018
Áður á dagskrá 1. fundar sveitarstjórnar þann 16. júní 2014.
Oddviti lagði til að að gerð yrði sú breyting á nefndarskipan að ekki verði skipuð sérstök skipulagsnefnd, en að sveitarstjórn fari sjálf með skipulagsmál og að fundartíðni sveitarstjórnar verði aukin. Einnig lagði oddviti til að umhverfisnefnd verði falið að fara með atvinnumál. Tillögur oddvita voru samþykktar samhljóða.
 
Skólanefnd:
Þóra Hjaltadóttir (formaður)
Elísabet Ásgrímsdóttir
Sigurður Halldórsson
 
Varamenn:
1. Elín Svava Ingvarsdóttir
2. Halldór Arinbjarnarson
3. Jakob Björnsson
 
Félagsmálanefnd:
Anna Karen Úlfarsdóttir (formaður)
Inga Margrét Árnadóttir
Ólafur Rúnar Ólafsson
 
 
Varamenn:
1. Kristín Bjarnadóttir
2. Guðfinna Steingrímsdóttir
3. Ómar Ingason
 
Umhverfis og Atvinnumálanefnd:
Starri Heiðmarsson (formaður)
Þorgils Guðmundsson
Hólmfríður freysdóttir
 
Varamenn:
1. Aðalsteinn Pétur Bjarkason
2. Hanna Dóra Ingadóttir
3. Haraldur bergur Ævarsson
 
Kjörstjórn:
Edda Guðbjörg Aradóttir (formaður)
Stefán Sveinbjörnsson
Árni Jónsson
 
Varamenn:
1. Sigurður Halldórsson
2. Sara Þorgilsdóttir
3. Örn Smári Kjartansson
 
Skoðunarmenn:
Jóna Valdís Reynisdóttir
Árni Geirhjörtur Jónsson
 
Fulltrúi á fundum Hafnarsamlag Norðurlands:
Halldór Jóhannesson
Sveitarstjóri til vara
 
Fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd:
Oddviti
Sveitarstjóri
 
Fulltrúi í þjónusturáði um málefni fatlaðra:
Formaður félagsmálanefndar
 
Fulltrúi í samráðshóp Ferðamálastofu um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu:
Valtýr Þór Hreiðarsson
 
Skipun í bókasafnsnefnd var frestað þar til rætt hefur verið við mögulega fulltrúa. Jafnframt var rætt um stofnun Framtíðarnefndar en afgreiðslu frestað á sömu forsendu.
 
Sveitarstjórn samþykkir að Elisabeth J. Zitterbart verði fulltrúi sveitarfélaga við Eyjafjörð í barnaverndarnefnd og að Sigmundur Guðmundsson verði varamaður hennar.
 
3. 1406005 - Kosning fulltrúa á landsþing SÍS 2014-2018
Í bréfi frá 6. júní 2014 leiðbeinir Magnús Karel Hannesson, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, um kjör á fulltrúa sveitarfélaga á landsþingi sambandsins 2014-2018 og áréttar mikilvægi þess að frumrit kjörbréfs með nafni fulltrúa og varafulltrúa, upplýsingum um hlutverk innan sveitarstjórnar og netföng berist sambandinu sem fyrst eftir að val hefur farið fram. Samkvæmt 5. grein samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga þarf sveitarstjórn að kjósa einn fulltrúa á landsþing og einn til vara. Kosningin gildir út kjörtímabilið 2014-2018.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að fara með umboð sveitarfélagsins á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og að sveitarstjóri verði varamaður hans.
 
4. 1406010 - Þóknun sveitarstjórnar og nefndarfulltrúa kjörtímabilið 2014-2018
Umræður um þóknun til sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna kjörtímabilið 2014-2018.
Rætt um fjárhæðir og fyrirkomulag launagreiðslna fyrir sveitarstjórnar- og nefndarsetu. Ákveðið samhljóða að greiða laun út mánaðarlega í stað árlega eins og tíðkast hefur. Ákveðið að fresta ákvörðun um fjárhæðir til næsta fundar.
 
5. 1407004 - Fundartími sveitarstjórnar
Umræður um fundartíma sveitarstjórnar.
Í 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 stendur eftirfarandi: Sveitarstjórn skal halda reglulega fundi á þeim stað og tíma sem ákveðið er fyrir fram eða mælt er fyrir um í samþykkt um stjórn sveitarfélags. Aukafundi skal halda þegar oddviti eða framkvæmdastjóri telur það nauðsynlegt eða ef þriðjungur sveitarstjórnarfulltrúa óskar þess.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarstjórnarfundir skuli haldnir annan hvern miðvikudag kl. 14:00. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 23. júní. Ákvörðun um breyttan fundartíma vísað til annarrar umræðu.
 
6. 1401004 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2014
Farið yfir stöðu framkvæmda og fjárfestinga.
Jón Hrói fór yfir stöðu verkefna. Oddvita falið að ræða við verktaka varðandi stækkun gámaplans austan ráðhússins.
 
7. 1407002 - Ráðning í stöðu sveitarstjóra
Umræður um ráðningu í stöðu sveitarstjóra.
Ólafur lagði fram tillögu um að Eiríkur H. Hauksson verði ráðinn sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Eiríkur vék þá af fundi og Guðfinna tók við fundarstjórn. Anna Karen tók sæti Eiríks.
Valtýr fór yfir forsendur þess að ráða Eirík sem ræddar hefðu verið á vinnufundum sveitarstjórnar. Hann sagði það hafa verið rætt hvaða kröfur myndu verða gerðar til tilvonandi sveitarstjóra í auglýsingu. Fram kom að Eiríkur hefði sóst eftir starfinu. Eftir að hafa yfirfarið ferilskrá Eiríks er það niðurstaða sveitarstjórnar að hann uppfylli öll skilyrði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Eirík.
 
8. 1407003 - Starfslok sveitarstjóra
Lögð fram drög að samkomulagi um starfslok Jóns Hróa Finnssonar.
Eiríkur lagði fram minnisblað með niðurstöðum viðræðna við Jón Hróa Finnsson, fráfarandi sveitarstjóra. Í minnisblaðinu er gert ráð fyrir að hann sinni starfi sveitarstjóra til og með 11. júlí. Sveitarstjórn felur oddvita að ganga frá samningi við Jón Hróa samkvæmt umræðum á fundinum og framlögðu minnisblaði.
 
9. 1406003 - Mönnun í Valsárskóla veturinn 2014-15
Áður á dagskrá 1. fundar sveitarstjórnar þann 16. júní 2014.
Inga Sigrún Atladóttir, skólastjóri Valsárskóla hefur lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á stöðugildafjölda skólaárin 2013-14 og 2014-15.
Inga Sigrún Atladóttir mætti á fundinn og fór yfir tillögur sínar og áhrif á stöðugildafjölda. Fram kom að hún telur hugmyndir sínar rúmast innan fjárheimilda samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að störf við ræstingar og félagsstarf verði auglýst.
Rætt var um að auglýsa eftir iðnaðarmanni til að sinna umsjón með eignum sveitarfélagsins og sinna þeim verkefnum sem til falla utanhúss. Valtýr lýsti áhyggjum af útgjaldaaukningu sem ráðningunni myndi fylgja. Samþykkt að fela oddvita og starfandi sveitarstjóra að gera drög að starfslýsingu auglýsa að höfðu samráði við sveitarstjórnarfulltrúa.
 
10. 1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
Breytingar á deiliskipulagi Sunnuhlíðar sunnuhlíðar hafa verið kynntar hagsmunaaðilum í grenndarkynningu sbr. ákvörðun sveitarstjórnar á 1. fundi hennar þann 16. júní 2014.
Valtýr vék af fundi. Anna Karen tók sæti hans.
Í ljósi þess að fyrir liggja yfirlýsingar frá öllum hagsmunaaðilum um að þeir geri ekki athugasemdir við framlagðar tillögur, samþykkir sveitarstjórn að nýta heimild í 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 um að stytta tímabil grenndarkynningar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og óska eftir flýtimeðferð við birtingu hennar.
 
11. 1406014 - Umsókn um tónlistarnám vegna Andra Helgasonar skólaárið 2014-2015
Í bréfi frá 18. júní 2014 óskar Hjörleifur Örn Jónsson, fyrir hönd Tónlistarskólans á Akureyri, eftir því að sveitarstjórn samþykki að greiða kostnað vegna náms Andra Helgasonar, íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi, við skólann skólaárið 2014-2015.
Ólafur og Halldór viku af fundi vegna fjölskyldutengsla við umræddan nemanda. Anna Karen og Sigurður tóku sæti þeirra.
Samþykkt að greiða kostnað samkvæmt erindinu.
 
12. 1406016 - Beiðni um stuðning við starf Hróksins
Í bréfi frá 11. júní 2014 óskar Hrafn Jökulsson, fyrir hönd Skrákfélagsins Hróksins, eftir stuðningi Svalbarðsstrandarhrepps við starf félagsins í þágu barna og ungmenná á Grænlandi og Íslandi.
Erindi hafnað.
 
13. 1407001 – Trúnaðarmál
Trúnaðarbókun.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.