Sveitarstjórn

4. fundur 06. ágúst 2014

4. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 6. ágúst 2014 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson, oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Halldór Jóhannesson, aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir, aðalmaður.

Einnig mætti á fundinn Valgeir Bergmann framkvæmdarstjóri Vaðlaheiðaganga og upplýsti sveitarstjórn um stöðu mála í göngunum.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

1407007 Ráðning í stöðu húsvarðar / umsjónarmanns fasteignar

 

 

Níu umsóknir bárust um stöðu húsvarðar/umsjónarmanns.

Ákveðið er að ráða Björn Ingason, húsgagna- og trésmíðameistara, í starfið og mun hann hefja störf síðar í mánuðinum.

 

2.

1401004 Framkvæmdir og fjárfestingar 2014.

 

 

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað og fór yfir stöðu mála.

 

3.

1407009 Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna

 

 

Ákveðið að koma á formlegum viðtalstíma tveggja eða fleiri sveitarstjórnarmanna hverju sinni, einu sinni í mánuði. Tilgangurinn er að opna farveg fyrir íbúa sveitarfélagsins til að koma á framfæri ábendingum um framkvæmdir, úrbætur og annað það sem gæti aukið velferð í sveitarfélaginu. Slíkir viðtalstímar kjörinna fulltrúa tíðkast í mörgum sveitarfélögum og eru formlegt millistig milli skriflegra erinda sem berast sveitarstjórn og almennra umræðna. Ákveðið var að koma þessu af stað í næsta mánuði og verður fyrirkomulag auglýst nánar á vefsíðu hreppsins og í Ströndungi.

 

4.

1407010 Framtíðarnefnd

 

Rætt var um hlutverk og skipulag nýrrar nefndar sem ber vinnuheitið framtíðarnefnd. Ákveðið að fela oddvita og varaoddvita að forma skipulag og erindisbréf fyrir nýju nefndina, en hlutverk hennar er að leita eftir hugmyndum um það hvert sveitarfélagið eigi að stefna og hvernig íbúar sjá það fyrir sér í framtíðinni. Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til þeirra íbúa sem hafa áhuga á að starfa í nefndinni að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins eða einhvern sveitarstjórnarmanna..

5.

1407011 Fundargerð Eyþings nr. 256 lögð fram til kynningar.

Í tilkynningu frá Eyþingi kom fram að aðalfundur 2014 verður haldinn 3. – 4. okt. næstkomandi.

 

6.

 

1407012 Greið leið ehf. - Í bréfi dags. 30. júlí boðar Pétur Þór Jónasson til framhalds aðalfundar þann 14. ágúst næstkomandi. Ákveðið var að Oddviti og sveitarstjóri myndu mæta á fundinn.

 

7.

 

 

 

1407013 Gásakaupstaður - Fundargerð frá 9. júlí lögð fram til kynningar

8.

1407008F – Skólanefnd

 

1. fundargerð skólanefndar lögð fram til staðfestingar

 

Sveitarstjórn staðfestir 1. fundargerð skólanefndar.

 

9.

1407014 Bréf frá Jakobi Björnssyni dags. 05.08.2014

 

 

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna

Sveitarstjórn hefur borist bréf frá Jakobi Björnssyni þar sem hann óskar eftir því að verða leystur undan starfsskyldum sínum sem 4. varamaður í sveitarstjórn og 3. varamaður í skólanefnd. Sveitarstjórn ákveður að verða við því og mun skipa nýjan varamann í skólanefnd á næsta fundi.