Sveitarstjórn

5. fundur 20. ágúst 2014

5. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 20. ágúst 2014 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson, oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir, aðalmaður Sigurður Halldórsson varamaður.

 

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson

Dagskrá:

Fundi var seinkað til kl.15:40 þar sem farið var í skoðunarferð í Vaðlaheiðargöng

kl.14:00.

1. 1401004 Framkvæmdir og fjárfestingar 2014

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um stöðu framkvæmda við skrifstofu. Ljóst er að verkið hefur farið fram úr áætlun. Rædd voru stólakaup í skálann og var Ólafi, sveitarstjóra og skólastjóra falið að vinna málið áfram.

2. 1407019 Nýr upplýsingabæklingur um þjónustu sveitarfélagsins.

Hvað er í boði, hvert á að leita o.s.frv.

Ákveðið var að fela félagsmálanefnd að taka saman efni sem

nauðsynlegt er að finna í slíkum upplýsingabæklingi.

 

3. 1407018F – Skólanefnd

2. Fundargerð skólanefndar staðfest.

 

4. 1407020 Ósk um afstöðu sveitarstjórnar varðandi hugsanlegt gistileyfi.

Sveitarstjórn breytir ekki ákvörðun fyrri sveitarstjórnar í þessu máli og tekur því

jákvætt í þessa beiðni um hugsanlegt gistileyfi í Vaðlabyggð 10.

 

Að lokinni formlegri dagskrá var rætt um fjallgirðinguna og þau vandamál sem

hafa verið í sumar vegna þess að henni er ekki viðhaldið á nokkrum stöðum.

Sveitarstjóri hefur haft samband við þá eigendur fjallgirðingarinnar sem ekki

hafa ennþá lagað girðinguna hjá sér og tóku þeir vel í að geravið girðingarnar

sínar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma á fundi sem fyrst með vegagerðinni

til að ræða áfram málefni fjallgirðingarinnar.