Sveitarstjórn

6. fundur 03. september 2014

6. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 3. september 2014 kl. 14:00.

 

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson, oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir, aðalmaður, Sigurður Halldórsson, varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407021 Erindi frá Pacta lögmönnum dagsett 29.08.2014 varðandi Alifuglabú og hótelrekstur í Sveinbjarnargerði.

Eiríkur og Halldór viku af fundi. Sigurður tók sæti Halldórs. Odddviti lagði til að vísa til Árna Pálssonar hrl. beiðni um að leggja mat á greiðsluskyldu eða réttmæti þess að sveitarfélagið taki þátt í greiðslu lögfræðikostnaðar sem hlotist hefur af stjórnsýslumálum varðandi alifuglabú og hótelrekstur í Sveinbjarnargerði. Samþykkt einróma.

2. 1407022 Hugmyndir RARIK um að leggja nýjan jarðstreng um hluta sveitarfélagsins.

Fjallað um hugmyndir RARIK um lagningu jarðstrengs. Sveitarstjórn er jákvæð í málinu. Sveitarstjóri leggur til að ítrekað verði að Rafveitan leiti samþykkis allra landeigenda. Honum falin samskipti við RARIK.

3. 1407023 Beiðnir um breytingu á fasteignagjöldum.

Kirkjan: Erindi Guðrúnar Guðmunsddóttir fyrir hönd safnaðar Svalbarðsstrandarkirkju um niðurfellingu fasteignagjalda kirkjunnar. Erindið samþykkt einróma.

Smáratún 7: Erindi Sólveigar Hjaltadóttur um að breyta fasteignagjaldaflokki frá 7.7.2012 . Breytingin samþykkt einróma. Sveitarstjóra falið að semja um eftirstöðvar greiðslna.

4. 1407024 Nýtt mál tekið á dagskrá með samþykki allra. Beiðni um breytingu á fundartíma sveitarstjórnarfunda.

Fram hefur komið ósk um að hefja fundi sveitarstjórnar hálfri klst. fyrr en áður hafði verið ákveðið, eða kl. 13:30. Breytingin samþykkt einróma.

Fundi slitið kl. 15:35