Sveitarstjórn

7. fundur 17. september 2014

Fundargerð

7. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 17. september 2014 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson, oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir, aðalmaður, Sigurður Halldórsson, varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407021 Erindi frá Pacta lögmönnum dagsett 29.08.2014 varðandi Alifuglabú og hótelrekstur í Sveinbjarnargerði. Umbeðið álit Árna Pálssonar hrl. og afgreiðsla erindisins. Áður á dagskrá þann 3. september.

Eiríkur og Halldór víkja af fundi. Sigurður tekur sæti Halldórs. Borist hefur beiðni frá Jónasi Halldórssyni þess efnis að draga til baka erindi frá Pacta lögmönnum dagsett 29.08.2014. Beiðnin er samþykkt.

 

2. 1407009 Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna.

Eiríkur og Halldór taka sæti sín á fundinum. Fyrsti viðtalstíminn verður miðvikudaginn 24. september kl. 17-19. Samþykkt að Guðfinna, Valtýr og Ólafur verði til viðtals á þeim fundi.

3. 1406011 Nefndarskipun.

Sveitarstjórn tilnefnir Valdimar Tryggvason sem 3.ja varamann í skólanefnd. Skipun í félagsmálanefnd er frestað til næsta fundar.

 

4. 1407025F Skólanefnd.

3. fundargerð skólanefndar lögð fram til staðfestingar.

Eiríkur, Guðfinna og Halldór víkja af fundi. Sigurður tekur sæti á fundinum. Fundargerðin er samþykkt einróma.

 

5. 1407019F Félagsmálanefnd.

1. fundargerð félagmálanefndar lögð fram til staðfestingar.

Fundargerðin er samþykkt einróma. Samþykkt að fela formanni nefndarinnar og sveitarstjóra að ganga frá drögum að erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd.

 

6. 1407026 Nýtt mál tekið á dagskrá, með samþykki sveitarstjórnar, varðandi hlutabréfaeign í Tækifæri hf.

Eignarhlutur hreppsins er 0,07% heildarhlutafjárs. Oddvita og sveitarstjóra falið að selja hlutabréfin.

 

7. 1407027 Nýtt mál tekið á dagskrá, með samþykki sveitarstjórnar, varðandi fjallgirðingu og göngu- og hjólreiðarstíg.

Sveitarstjóri og oddviti áttu fund með Vegagerðinni 16. september varðandi þessi mál og fleiri. Þeim er falið að vinna áfram að þessum málaflokkum í samvinnu við Vegagerðina.

 

8. 1407028 Nýtt mál tekið á dagskrá, með samþykki sveitarstjórnar, varðandi innheimtu á fasteignagjöldum.

Sveitarstjórn telur æskilegt að innheimta fasteignagjalda verði færð til skrifstofu hreppsins. Markmiðið er að ná fram skilvirkari þjónustu. Stefnt skal að því að yfirtaka innheimtuna um næstu áramót.

 

Fundi slitið kl. 16:10