Sveitarstjórn

9. fundur 15. október 2014
Fundargerð
 
9. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 15. október 2014
 
Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.
 
 
Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir
 
Dagskrá:
 
 
1. 1407040F Skólanefnd
Fundargerð 4. fundar lögð fram til staðfestingar
 
Sveitarstjórn samþykkir einróma tillögu skólanefndar að stytta sumarlokun leikskólans í fjórar vikur.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða utanlandsferð starfsmanna leikskólans.
Vegna umsóknar um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags er sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og freista þess að ná niðurstöðu í samráði við umsækjendur og Akureyrarbæ.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar að endurgreiða hlutfallslega skólagjöld Tónlistarskólans ef verkfall verði lengra en tvær vikur.
Sveitarstjórn samþykkir að senda áskorun til viðkomandi samninganefnda tónlistarkennara um þær komist að niðurstöðu áður en til verkfalls kemur.
Sveitarstjórn samþykkir skólastefnu Svalbarðsstrandarhrepps.
Sveitarstjórn staðfestir að öðru leyti fundargerð skólanefndar.
 
 
2. 1407039F Umhverfis- og atvinnumálanefnd
Fundargerð 1. fundar lögð fram til staðfestingar
 
Umhverfisnefnd falið að gera drög að erindisbréfi fyrir nefndina.
Sveitarstjórn staðfestir að öðru leyti fundargerðina.
 
 
3. 1407041 Hluthafafundur Norðurorku hf.
Í bréfi dags. 30. sept. boðar stjórn Norðurorku til hluthafafundar þann 20. okt. næstkomandi.
 
Sveitarstjóra falið að mæta á hluthafafundinn.
 
4. 1406011 Nefndarskipun
Framtíðarnefnd og Félagsmálanefnd
 
Sveitarstjórn staðfestir tillögu um nýja skipan félagsmálanefndar 2014-2018
 
Aðalmenn
Anna Karen Úlfarsdóttir (formaður)
Inga Margrét Árnadóttir
Gísli Arnarson
 
Varamenn
1. Stefán Björgvinsson
2. Soffía Friðriksdottir
3. Guðfinna Steingrímsdóttir
 
Kynntar hugmyndir um skipan framtíðarnefndar.
 
 
5. 1407009 Íbúafundir / viðtalstímar sveitarstjórnarmanna
 
2. viðtalstími sveitarstjórnarmanna verður 22. október kl. 17:00-19:00. Guðfinna, Valtýr og Halldór verða til viðtals á þeim fundi.
Tillaga kom fram um að viðtalstímar verði greiddir eins og aðrir nefndarfundir. Samþykkt einróma.
 
6. 1407043 Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda
Sveitarfélaga verður haldinn 6. nóv. 2014.
 
Lagt fram til kynningar.
 
7. 1407042 Fundargerð 820. fundar stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
 
Lagt fram til kynningar.
 
 
8. 1407043 Fundargerð 94. fundar byggingarnefndar
 
Lagt fram til kynningar.
 
 
9. 1407044 Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands
 
Lagt fram til kynningar.
 
 
10. 1407045 Ályktun sex svæðisþinga tónlistarskóla haldin 12.-19. sept. 2014
 
Lagt fram til kynningar.
 
 
11. 1407046 Aðalfundur menningarfélagsins Hofs
Í bréfi dags. 1. okt. boðar stjórn Hofs til aðalfundar þann 23. okt. næstkomandi.
 
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert.
 
 
Fundi slitið kl. 16:00