Sveitarstjórn

10. fundur 29. október 2014

10. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 29. okt. 2014 kl. 13:30.

 

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson, oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir, aðalmaður.

 

 

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson

 

Dagskrá:

 

1. 1407047F Kjörnefnd.

Fundargerð 1. fundar lögð fram.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2. 1407048 Sóknarnefnd Svalbarðskirkju.

Framkvæmdir við Kirkjugarð.

Sóknarnefnd Svalbarðskirkju óskar eftir fjárhagslegri fyrirgreiðslu vegna

nýafstaðinna framkvæmda við eldri hluta kirkjugarðsins.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Kirkjugarði Svalbarðskirkju lán að

fjárhæð 3,3 mkr. til þriggja ára. Lánið endurgreiðist með jöfnum árlegum

greiðslum. Fyrsta greiðsla verður 1. ágúst 2015.

 

3. 1407049 GáF ehf.

Fundargerð aðalfundar þann 16. okt. 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

4. 1407010 Framtíðarnefnd – Kynning.

Fyrirkomulag og stýrihópur.

Nefndina skipa allir þeir íbúar sem mæta á fundinn þann 1. nóv.

næstkomandi. Í stýrihóp nefndarinnar eru Bergþóra Aradóttir, Halldór

Arinbjarnarson og Svala Einarsdóttir. Fundarstjóri á laugardaginn verður

Sigurður Steingrímsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Undirbúningur var í höndum oddvita og varaoddvita.

 

5. 1407009 Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna.

Næsti viðtalstími verður 26. nóv. milli 17:00 – 19:00.

Að þessu sinni verða Ólafur R. og Anna Karen til viðtals.

 

6. 1407050 Fjárhagsáætlun 2015.

Sveitarstjóri fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið kl. 15:45