Sveitarstjórn

13. fundur 10. desember 2014

13. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 10. des. 2014 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir


Dagskrá:

1. 1407067 - Framkvæmdir við Höfnina.
Samþykkt framkvæmdaleyfi við höfnina skv. drögum frá Hafnarsamlaginu. Sveitarstjóra og Halldóri falið að framfylgja þessu. Áætlað er að fjarlægja gömlu trébryggjurnar og koma fyrir einfaldri flotbryggju. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist snemma á nýju ári.

2. 1407065F - Skólanefnd.
Fundargerð 6. fundar lögð fram til kynningar. Eftirtaldir liðir voru bornir upp:
Samþykkt að leita tilboða í skólaakstur skólaárið 2015-2016.
Samþykkt að setja endurnýjun skólaeldhúss á fjárhagsáætlun.
Samþykkt erindi varðandi það að veita systkina afslátt milli skólastiga.

3. 1407066 - Fundargerð nr. 822 frá stjórn Sambandsins lögð fram til
kynningar.

4. 1407068 - Erindi frá Ingibjörgu Hreinsdóttur og Hólmkeli Hreinssyni dags.
26.nóv. þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni Háimelur í tvær lóðir,
samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum skipulagsuppdrætti.
Erindið samþykkt samkvæmt viðkomandi hnitsettum uppdrætti.

5. 1407069 - Minjasafnið, aðalfundarboð vegna aðalfundar þann 18 des.
næstkomandi. Samþykkt að tilnefna Elísabetu Ásgrímsdóttur í varastjórn Minjasafnsins fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

6. 1407070 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Samþykkt að veita Ungmennafélaginu Æskunni viðbótar styrk 2014 að fjárhæð 1.800.000 kr. til uppgjörs á láni frá sveitarfélaginu frá árinu 2008.

7. 1407071 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir að innheimta ekki seinni hluta skólagjalda haustannar 2014 Tónlistarskólans vegna nýafstaðins verkfalls.


8. 1407072 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir nýja töflu um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti 2015 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

9. 1407073 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir að greitt verði til oddvita og varaoddvita vegna sérverkefna.

10. 1407074 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Samþykkt hækkun gjaldskrár skólagjalda og skólavistunar um 2,5%.

11. 1407050 - Fjárhagsáætlun 2015. Seinni umræða.

Seinni umræða um fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2015-2018.
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2015-2018 og gerðar lítilsháttar breytingar. Fjárhagsáætlun var því næst samþykkt.
Samkvæmt henni verður 445 þús. kr. afgangur af rekstri samstæðunnar. Útsvarstekjur eru áætlaðar 144,9 mkr., tekjur af fasteignaskatti 28,4 mkr. og framlög Jöfnunarsjóðs 67,7 mkr. Samanlagðar tekjur A- og B-hluta (samstæðu) eru áætlaðar 262,6 mkr., rekstrargjöld A- og B-hluta 251,6 mkr. og afskriftir á árinu eru áætlaðar um 17,2 mkr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 6,6 mkr. Fyrirhuguð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 50,2 mkr. Handbært fé í árslok 2015 er áætlað 129 mkr. og langtímaskuldir sveitarfélagins í árslok eru áætlaðar 13 mkr.

Árin 2016-2018 er reiknað með hækkun tekna af útsvari og fasteignskatti og framlaga Jöfnunarsjóðs um 1,5% á ári, en að aðrar tekjur og rekstrarkostnaður standi í stað. Fjárfestingarhreyfingar árið 2016 eru áætlaðar 45,5 mkr. og 20,5 mkr. árin 2017-2018.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:20