Sveitarstjórn

14. fundur 07. janúar 2015

14. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407075 - Fundargerð framhalds aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. lögð fram til kynningar.

2. 1407076 - Fundargerð nr. 95 frá byggingarnefnd lögð fram til kynningar.

3. 1407066 - Fundargerð nr. 823 frá stjórn Sambandsins lögð fram til kynningar.

4. 1407077 - Erindi frá Adolfi Erlingssyni dags. 18.12.2014 varðandi snjómokstur á Vaðlaheiðarvegi.

Í niðurlagi erindsins er óskað svara við tveimur spurningum. Annars vegar hvaða þjónusta felst í fasteignagjöldum og hins vegar hvort sveitarfélagið sé tilbúið að taka þátt í snjóruðningi á Vaðlaheiðarvegi. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

 

5. 1407078 – Framtíðarnefnd. Dagsetja þarf íbúafund til að skýra frá niðurstöðum.

Ákveðið að halda íbúafundinn laugardaginn 14. febrúar n.k. kl. 10:30-12:00 þar sem kynnt verður skýrsla framtíðarnefndar.

 

6. 1407009 - Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarsjtórnarmanna.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 13:30.

Næsti viðtalstími sveitarstjórnarmanna verður miðvikudaginn 21. janúar kl. 17:00-19:00. Guðfinna Steingrímsdóttir og Ólafur R. Ólafsson verða til viðtals.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30