Sveitarstjórn

15. fundur 04. febrúar 2015

15. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407079 - Greið leið ehf – Hlutafjáraukning. Samþykkt að auka hlutafé hreppsins

um 253.554 kr.

 

2. 1407080 - Fundargerð nr. 17 frá framkvæmdarstjórn byggingarfulltrúaembættis-

sins lögð fram til kynningar.

 

3. 1407081 - Stofnfundur byggðasamlags um embætti skipulags- og

Byggingafulltrúa fjögurra hreppa í Eyjafirði. Samþykkt að tilnefna tvo fulltrúa, oddvita og sveitarstjóra, til að taka þátt í stofnfundinum. Sveitarstjóra falið að

kanna betur kostnað væntanlegs embættis.

 

4. 1407082 - Fundargerðir nr. 261 og 262 frá Eyþingi lagðar fram til

kynningar.

 

5. 1407083 - Framkvæmdir við eldhúsið í Valsárskóla. Samþykkt að skipa Ólaf R.

Ólafsson, Guðfinnu Steingrímsdóttur og Björn Ingason í vinnuteymi vegna

framkvæmdanna. Sveitarstjórnarmenn fá greidd laun sambærileg við önnur nefndarstörf. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá 1. júní til 15. júlí.

 

6. 1407078 - Framtíðarnefnd. Undirbúningur íbúafundar ræddur. Ákveðið var að

sveitarstjórn og stýrihópur framtíðarnefndar hittist n.k. mánudag vegna

undirbúnings íbúafundar.

 

7. 1407084 - Umsókn um rekstrarleyfi í Sveinbjarnargerði. Sveitarstjórn telur að

umræddur rekstur sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og

samþykkta notkun fasteigna. Ekki hefur verið unnið deiliskipulag fyrir umrætt

svæði. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi sé veitt en

bendir á að líklega þurfi að sækja um undanþágu frá 4. mgr. 24. gr.

reglugerðar nr. 941/2002 um 500 metra fjarlægðarmörk milli mannabústaða

og alífuglabúa.

 

8. 1407085 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Fyrirspurn barst frá

íbúa varðandi hvort að sveitarfélagið hafi siðareglur. Núgildandi siðareglur

kjörinna fulltrúa og stjórnenda hjá Svalbarðsstrandarhreppi voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar 13. maí 2014 og aftur á fundi nýrrar sveitarstjórnar 16.júní 2014. Samþykktirnar hafa verið sendar innanríkisráðuneytinu til staðfestingar. Siðareglurnar verða birtar á heimasíðu hreppsins innan tíðar.

 

9. 1407086 - Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Erindi barst frá íbúa

varðandi götulýsingu á þjóðvegi 1, girðingar og göngustíga. Sveitarstjóra falið

svara erindinu.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 16:07