Sveitarstjórn

16. fundur 04. apríl 2015

16. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407088 – Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um

þjónustu við fatlaða.

Framlenging þjónustusamnings samþykkt til eins árs.

2. 1407089 – Fundargerð nr. 6 frá þjónusturáði lögð fram til kynningar.

3. 1407087 – Fundargerð stofnfundar byggðasamlags um embætti Skipulags-

og byggingafulltrúa.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4. 1407081 – Samþykktir byggðasamlags um embætti skipulags-

og Byggingafulltrúa lagðar fram til staðfestingar.

Samþykktir lagðar fram og staðfestar af sveitarstjórn.

5. 1407090 – Framkvæmdir við sundlaugina.

Sveitarstjóri og Ólafur R. Ólafsson kynntu áætlaðan kostnað við viðgerðir og gólflagnir.

6. 1407083 – Eldhúsið í Valsárskóla.

Sveitarstjóri og Ólafur R. Ólafsson kynntu endurskoðaða kostnaðaráætlun við endurnýjun á eldhúsi. Áætlun er innan fjárhagsáætlunar ársins.

7. 1407078 – Framtíðarnefnd – framhald.

Rætt var um ýmsa punkta úr skýrslu Framtíðarnefndar, m.a. skipulag norðan Svalbarðseyrar, ljósleiðaramál, umhverfismál ofl. Ákveðið var að afla frekari gagna í þessum málum.

8. 1407091 – Fundargerð nr. 825 frá Sambandinu lögð fram til kynningar.

9. 1407092 – Flugklasinn Air 66N.

Hjalti Þórarinsson verkefnastjóri óskar eftir að kynna sveitarstjórn

verkefnið. Hjalti fjallaði um verkefnið, framtíðarsýn og starfið framundan.

10. 1407093 – Styrkbeiðnir.

Samþykkt að styrkja skammtímavistun fatlaðra í Húsmæðraskólanum á Akureyri, afgreiðslu vísað til sveitarstjóra.

Samþykkt að styrkja útgáfu bókarinnar Kveikjur, afgreiðslu vísað til sveitarstjóra.

11. 1407094 – Endurskoðun á gjaldskrá vegna salarleigu í Valsárskóla.

Guðfinna Steingrímsdóttir lagði fram tillögu sem var samþykkt samhljóða.

12. 1407009 – Tekið fyrir með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Samþykkt að næsti viðtalstími sveitarstjórnarmanna verði 18. mars kl. 17:00-18:00. Til viðtals verða Anna Karen Úlfarsdóttir og Halldór Jóhannesson.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00