Sveitarstjórn

17. fundur 18. mars 2015

17. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 18. mars 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Inga Margrét Árnadóttir varamaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

  1. 1407101 – Gáf ehf, hlutafjáraukning.

a) Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir einróma að auka hlutafé sitt í GÁF ehf. um 100.000 kr. að nafnvirði.

b) Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir einróma að afsala hlut sínum í félaginu til Atvinnuþróunarfélaga Eyjafjarðar og Þingeyinga.

  1. 1407099 – Fundargerð nr. 1 frá stjórn Skipulags- og byggingafulltrúa

embættissins lögð fram til kynningar.

Kynnt.

  1. 1407100F – Fundargerð 7. fundar skólanefndar.

Kynnt.

a) Beiðni Tónlistarskólans um greiðslu yfirvinnu vegna samæfinga samþykkt einróma.

b) Guðfinna vék af fundi vegna þessa liðs. Beiðni Tónlistarskólans vegna styrks til nemanda til að sækja Flautuhátíð í Reykjavík samþykkt einróma.

4. 1407102 – Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í Sunnuhlíð

í gististaðaflokki II.

Sveitarstjórn telur að umræddur rekstur sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og samþykkta notkun fasteigna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi.

5. 1407091 – Fundargerð nr. 826 frá Sambandinu lögð fram til kynningar.

Kynnt.

6. 1407103 – Í bréfi dags. 6. mars boðar Helgi Jóhannesson til aðalfundar

Norðurorku hf. þann 27. mars næstkomandi.

Aðalfundurinn verður haldinn kl. 14 og í framhaldinu verður haldinn ársfundur sem er opinn öllum. Sá fundur hefst kl. 15. Sveitarstjóri, Eiríkur H. Hauksson mætir á aðalfundinn.

7. 1407104 – Drög að svæðisáætlun fyrir norðurland í úrgangsmálum lögð

fram til kynningar.

Kynnt.

8. 1407105 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Fjallað um öryggismál í Leikskólanum Álfaborg. Sveitarstjóra falið að halda áfram að vinna með skólastjóra leikskólans að bættum öryggismálum. Jafnframt að leita til fagaðila um ráðgjöf að lausn mála.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00