Sveitarstjórn

19. fundur 15. apríl 2015

19. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur R. Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

1. 1407114F– Fundargerð nr. 2 frá umhverfis- og atvinnumálanefnd.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn lýsir ánægju með framkomin drög vegna svæðisáætlunar um frágang sorps og felur nýskipaðri verkefnastjórn að halda áfram vinnu að áætluninni og auglýsa drög eins og lög gera ráð fyrir.

2. 1407119 – Fráveita Svalbarðseyrar.

Með tilvísun í ofangreinda fundargerð lið nr. 3, er oddvita og sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Norðurorku um rekstur fráveitu.

3. 1407115 – Fundargerð nr. 827 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

4. 1407116 – Í bréfi dagsettu 13. apríl óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi

eystra eftir umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistinga í

sumarhúsi við Litla-Hvamm, 601 Akureyri.

Sveitarstjórn telur að umræddur rekstur sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og samþykkta notkun fasteigna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi.

5. 1407117 – Í bréfi dagsettu 7. apríl óskar Harpa Bjarkardóttir eftir að sækja

um skipulagsheimild vegna byggingar bílskúrs í landi Helgafells.

Sveitarstjórn telur að umrædd bygging sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og samþykkta notkun fasteigna. Sveitarstjórn samþykkir að veita umrædda skipulagsheimild.

6. 1407092 – Flugklasinn Air 66N. Ósk um stuðning við verkefnið í 3 ár.

Samþykkt einróma að verða við ósk um stuðning við verkefnið en óskað var eftir framlagi sem nemur 300 kr. á íbúa á ári í 3 ár (2015-2017).

7. 1407118 – Forval, bygging ibúða - kynning gagna.

Gögn frá tveimur aðilum bárust vegna forvals. Óskað var eftir að Verkís ehf., Jónas Karlesson verkfræðingur, mæti framlögð gögn. Með tilvísun í skýrslu Verkís var ákveðið að óska eftir viðbótargögnum frá tilboðsaðilum og frestur gefinn til mánudagsins 20. apríl kl. 12:00 (á hádegi). Í framhaldi er aukafundur boðaður hjá sveitarstjórn næstkomandi þriðjudag 21. apríl kl. 17:30.

8. 1407120 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Eigendur Halllands óska eftir skipulagsheimild til að byggja fjárhús áfast hlöðu sem er þegar til staðar. Sveitarstjórn telur að umrædd bygging sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og samþykkta notkun fasteigna. Sveitarstjórn samþykkir að veita umrædda skipulagsheimild.

9. 1407121 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Borist hefur umsókn dagsett 13. apríl, um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags. Umsókninni vísað til skólanefndar.

10. 1407122 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Sveitarstjórn hefur mikinn áhuga á að fegra umhverfið eins og kostur er. Bæði Svalbarð og sveitarfélagið eiga land umhverfis tjörnina. Æskilegt væri að umönnun og eignarhald sé á einni hendi. Í framhaldi af því var oddvita og sveitarstjóra falið að kanna hvort vilji sé fyrir hendi hjá eigendum Svalbarðs að selja sveitarfélaginu land á eyrinni.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:10