Sveitarstjórn

20. fundur 21. apríl 2015

20. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 21. apríl 2015 kl. 17:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur R. Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

1. 1407118 – Forval, bygging ibúða – skýrsla Verkís.

Verkfræðistofan Verkís hefur metið þau gögn sem okkur hafa borist frá

þeim aðilum sem sendu inn óskir um þátttöku í alútboði um fyrirhugað

fjölbýlishús að Laugatúni 7.

Það er mat Verkís (bréf dags. 20.04.2015) að aðeins Þ.J. Verktakar ehf.

uppfylli öll skilyrði til að taka að sér byggingu umrædds fjölbýlishúss.

Sveitarstjórn hefur því samþykkt einróma að ganga til samninga við

Þ.J. Verktaka ehf. um verkið.

2. 1407123 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Úlfar Gunnarsson fyrir hönd Nesbygg ehf óskar eftir skipulagsheimild til að byggja geymsluhúsnæði skv. meðfylgjandi teikningum. Sveitarstjórn telur að umrædd bygging sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og samþykkta notkun fasteigna. Nauðsynlegt er þó að fyrir liggi skriflegt samkomulag við eigendur aðliggjandi lands vegna nálægðar við lóðarmörk. Sveitarstjórn ákveður því að fresta afgreiðslu erindisins þar til umrædd gögn hafa borist.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19.06