Sveitarstjórn

21. fundur 29. apríl 2015

21. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur R. Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

  1. 1407118 – Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 7.

Þorgils Jóhannesson byggingaverktaki og Þröstur Sigurðsson frá Opus ehf. kynntu fyrstu drög af fyrirhuguðu fjölbýlishúsi. Ýmsar hugmyndir reifaðar og Þresti falið að útfæra nánari tillögur.

  1. 1407123 – Fundarboð hefur borist á aðalfund Hafnarsamlags Norðurlands sem haldinn verður 13. maí næstkomandi.

Ákveðið var að Halldór Jóhannesson fari með umboð sveitarstjórnar á aðalfund Hafnarsamlags Norðurlands.

  1. 1407124 – Fundargerðir nr. 264 og 265 frá stjórn Eyþings.

Lagðar fram til kynningar.

  1. 1407125 – Fundarboð hefur borist á aðalfund Tækifæris hf., fjárfestingafélags, sem haldinn verður 13. maí næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

  1. 1407009 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Síðasti viðtalstími vetrarins með sveitarstjórnarmönnum verður miðvikudaginn 20. maí kl. 18:00. Til viðtals verða Valtýr Þór Hreiðarsson, Guðfinna Steingrímsdóttir og Ólafur R. Ólafsson.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00