Sveitarstjórn

22. fundur 18. maí 2015

22. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 15:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Ólafur R. Ólafsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407127 – Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2014 – Fyrri umræða.

Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi fór yfir ársreikninginn og útskýrði helstu liði hans. Fræðslumálin eru sem fyrr stærsti gjaldaliðurinn. Tap var á rekstri sveitarfélagsins sem má m.a. rekja til lægra framlags frá Jöfnunarsjóði, meiri kostnaðar við fræðslumálin auk þess sem kostnaður við viðhald og endurbætur á húsnæði var meiri en gert var ráð fyrir. Ársreikningi var vísað til seinni umræðu.

 

2. 1407118 – Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 7. Nýjar teikningar og

skipun byggingarnefndar.

Oddviti kynnti nýjar teikningar sem voru samþykktar í meginatriðum. Sveitarstjóra falið að kanna breytingu á byggingareitum og að hefja undirbúning að grenndarkynningu. Oddviti, sveitarstjóri og umsjónarmaður fasteigna voru skipaðir í bygginganefnd hússins.

 

3. 1407128 – Fundarboð hefur borist á aðalfund Atvinnuþróunarfélags

Eyfirðinga sem haldinn verður 20. maí næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

 

4. 1407129 – Fundargerðir nr. 172 og 173 frá HNE.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1407126F – Félagsmálanefnd.

Fundargerð 3. fundar lögð fram til kynningar.

 

6. 1407130 – Aflið – samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi – Ályktun.

Samþykkt einróma að verða við beiðni Evu Hrundar Einarsdóttur um sameiginlega ályktun til stuðnings Aflinu.

 

7. 1407131 – Fundargerð aðalfundar Hafnarsamlags Norðurlands 13. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

 

8. 1407132 – Bréf dags. 20 apríl frá Umboðsmanni barna er varðar stofnun

ungmennaráða í sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar.

 

9. 1407133 – Fuglaskoðunarstígur um Eyjafjörð – hugsanlegt samstarf.

Lagt fram til kynningar.

 

10. 1407134 – Fundarboð hefur borist á aðalfund Greiðrar leiðar ehf sem

haldinn verður 29. maí næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

 

11. 1407135 – Í bréfi dags. 4. maí óskar Sýslumaðurinn á norðurlandi eystra

eftir umsögn sveitarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi.

Snæbjörn Bárðarson, kt. 170845-3909, Steinahlíð 7a, 601 Akureyri, sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga í sumarhúsi við Geldingsá sem heitir Heiðarbyggð 9, Svalbarðsstrandarhreppi, 601 Akureyri.

Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og erindinu vísað til næsta fundar.

 

12. 1407136 – Í bréfi dags. 28. apríl óskar Inga Sigrún Atladóttir eftir því að

gerð verði athugun á því hvort hægt sé að auka nýtingu íbúa á sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps án þess að auka kostnað sveitarfélagsins eða einstaklinga.

Varaoddvita og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og koma með tillögur. Erindinu vísað til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:15