Sveitarstjórn

23. fundur 27. maí 2015

23. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 27. maí 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Þóra Hjaltadóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407127 – Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2014 – Seinni umræða. Ársreikningurinn lagður fram og samþykktur einróma.

2. 1407118 – Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 7. Staða mála.
Lögð fram tillaga um að breyta þremur lóðum við Laugartún í tvær og aðlaga staðsetningu fjórbýlishúss til samræmis við það. Samþykkt einróma. Sveitarstjóra falið að ganga frá grenndarkynningu.

3. 1407142 – Fundarboð hefur borist á aðalfund Gásakaupstaðar ses.
sem haldinn verður 3. júní næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

4. 1407143 – Bréf dags. 27. apríl frá UMSE varðandi hugsanlegan
samstarfssamning UMSE við sveitarfélögin í Eyjafirði.
Samþykkt að ganga til viðræðna um langtímasamning við UMSE.

5. 1407141F – Skólanefnd.
Fundargerð 8. fundar lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. Ákveðið að semja reglur fyrir
Svalbarðsstrandarhrepp vegna grunnskólanáms utan
lögheimilissveitarfélags. Stefnt skal að því að slíkar reglur verði tilbúnar
fyrir 1. september n.k.

6. 1407144 – Snorraverkefnið – Í tölvupósti dags. 22. maí óskar Svavar Páll
Laxdal eftir aðkomu sveitarfélagssins að Snorraverkefni sumarið 2015.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að ræða við Svavar Pál um
aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

7. 1407135 – Í bréfi dags. 4. maí óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
eftir umsögn sveitarstjórnar um nýtt rekstrarleyfi.
Snæbjörn Bárðarson, kt. 170845-3909, Steinahlíð 7a, 601 Akureyri, sækir
um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga í sumarhúsi við Geldingsá sem heitir
Heiðarbyggð 9, Svalbarðsstrandarhreppi, 601 Akureyri.
Áður á dagskrá á 22. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.


8. 1407145 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Bjarnagerði ehf. óskar eftir heimild til að skipta út úr landi
Sveinbjarnargerðis I, landspildu skv. hnitsettum uppdrætti sem fylgdi
erindinu. Halldór Jóhannesson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Erindið samþykkt samkvæmt viðkomandi hnitsettum uppdrætti.


Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45