Sveitarstjórn

25. fundur 10. júní 2015

25. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 10. júní 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Þóra Hjaltadóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407149 – Bréf dags. 3. júní frá SÍS þar sem sveitarfélögin eru hvött til að
taka þátt í gróðursetningu í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís
Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Bréfið kynnt.

2. 1407118 – Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 7.
Staða mála og grenndarkynningargögn. Sveitarstjóra falið að setja verkefnið í formlega grenndarkynningu.

3. 1407148F – Umhverfis- og atvinnumálanefnd.
Fundargerð 3. fundar lögð fram til staðfestingar. Fundargerðin staðfest. Sveitarstjóra falið að kanna fyrst 3ju tillöguna í lið 1. þess efnis að dýrahræ verði sótt heim á bæi. Varðandi lið 2. sem fjallar m.a. um kostnað við vírnetsgirðingu í kringum gámasvæðin, var samþykkt að setja upp eftirlitsmyndavélar við bæði gámasvæðin. Jafnframt var sveitarstjóra falið að kanna kostnað við vírnetsgirðingu kringum gámasvæðin og aðgangsstýringu.

4. 1407150 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Farið yfir lokaskýrslu samrekstrarnefndar Eyjafjarðarsveitar um samrekstur
leik- og grunnskóla. Samþykkt að stofna vinnuteymi undir forystu formanns
skólanefndar og sveitarstjóra, til að afla viðeigandi upplýsinga og vinna að
tillögum um mögulegan samrekstur skólanna. Stefnt að því að teymið skili
af sér 6. júlí n.k.

5. 1407123 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Áður á dagskrá 21. apríl á 20. fundi sveitarstjórnar. Erindi frá Nesbygg ehf. samþykkt þar sem nú liggja fyrir viðeigandi gögn, þ.m.t. breyttar teikningar og samþykki aðliggjandi landeigenda.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:10