Sveitarstjórn

26. fundur 24. júní 2015

26. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 14. júní. 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir


Dagskrá:


1. 1406009 – Kosning oddvita og varaoddvita.
Lögð fram tillaga um óbreytta skipan oddvita og varaoddvita til eins árs. Samþykkt einróma að Valtýr Þór Hreiðarsson verði áfram oddviti og Guðfinna Steingrímsdóttir verði varaoddviti.

2. 1407152F – Félgasmálanefnd.
Fundargerð 4. fundar lögð fram til staðfestingar.
Samþykkt einróma.

3. 1407153 – Í bréfi dags. 22 maí óska eigendur Veigastaða 2 og
Fífuhvamms eftir því að sveitarstjórn staðfesti lítilsháttar breytingu á
lóðarmörkum skv. hnitsettri afstöðumynd, dags. 25.07.2014 og unnin af
Búgarði.
Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt einróma.

4. 1407154 – Í bréfi dags. 22 maí óska eigendur Værðarhvamms og
Veigastaða 1M eftir því að sveitarstjórn staðfesti lítilsháttar breytingu á
lóðarmörkum skv. hnitsettri afstöðumynd, dags. 25.07.2014 og unnin af
Búgarði.
Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt einróma.

5. 1407155 – Í bréfi dags. 11. júní óskar Hjörleifur Jónsson skólastjóri
Tónlistarskólans á Akureyri eftir greiðsluafstöðu Svalbarðsstrandarhrepps til
umsóknar hjá tónlistarskólanum en umsækjandinn er með lögheimili í
Svalbarðsstrandarhreppi.
Ólafur Rúnar Ólafsson og Halldór Jóhanness véku af fundi undir þessum lið og Sigurður Halldórsson varamaður tók sæti. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og erindinu frestað til vikuloka.

6. 1407156 – Í bréfi dags. 15. júní óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
eftir að sveitarstjórn samþykki tillögu um afskriftir á kröfum sbr.
lista frá embættinu. Tillaga sýslumanns samþykkt.


7. 1407157 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.
Tillaga kom fram þess efnis að lengja fjallgirðingu að suðurenda Sigluvíkurgirðingar. Lengingin er um 600 m. til viðbótar við fyrri áætlun Vegagerðarinnar og Svalbarðsstrandarhrepps. Tilgangurinn er að færa veghindrun á varanlegan stað. Viðbótarkostnaður umfram framlag Vegagerðarinnar vegna þessa er áætlaður um 6-700.000 kr. Viðræður við Vegagerðina verða teknar upp á næsta ári um framhald verksins.

8. 1407158 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.
Samþykkt að taka tilboði Vegargerðarinna um klæðningu vegar frá Laugartúni að Breiðabliki. Áætlaður kostnaður er um 1,6 milljón kr. Gerður verður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun þegar endanlegur kostnaður sumarverka liggur fyrir.

 

Fleira ekki gert.


Fundi slitið kl. 16:10