Sveitarstjórn

27. fundur 08. júlí 2015

27. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 8. júlí. 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Inga Margrét Árnadóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

1. 1407150 – Hugsanlegur samrekstur grunn- og leikskóla.

Skýrsla vinnuteymis um hugsanlegan samrekstur lögð fram til kynningar.

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið og Inga Margrét Árnadóttir varamaður tók sæti.

Til viðbótar við skýrslu vinnuteymis var kynnt reynsla Stórutjarnaskóla af áralöngum samrekstri grunnskóla og leikskóla. Horft til framtíðar þá telur sveitarstjórn að faglegur og fjárhagslegur ávinningur yrði af samrekstri Valsárskóla og Álfaborgar og að hið góða samstarf sem hefur verið milli skólastiganna styrkist enn frekar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að faglega verði staðið að sameiningunni og lausnamiðuð vinna höfð að leiðarljósi. Tillaga um samrekstur borin upp og samþykkt einróma. Samþykkt að fela skólastjóra Valsárskóla, Ingu Sigrúnu Atladóttur, að stýra vinnu að framtíðar skipulagi skólastarfsins. Unnið skal að því að kynna starfsfólki beggja skólanna, sem og foreldrum, breytingar á skipulagi skólastarfsins sem fyrst. Stefnt er að því að samrekstur skólanna hefjist í haust.

 

2. 1407157 – Í tölvupósti dags. 5 júlí óskar Jón Ívar Rafnsson eigandi

Gautsstaðareits, landnúmer 200298 eftir leyfi fyrir byggingu á aðstöðuhúsi

við hliðina á sumarhúsi sínu skv. afstöðumynd, dags. 02.07.2015 og unnin

af Búgarði.

Samþykkt einróma.

 

3. 1407155 – Í bréfi dags. 11. júní óskar Hjörleifur Jónsson skólastjóri

Tónlistarskólans á Akureyri eftir greiðsluafstöðu Svalbarðsstrandarhrepps til

umsóknar hjá tónlistarskólanum en umsækjandinn er með lögheimili í

Svalbarðsstrandarhreppi.

Áður á dagskrá á 26. fundi sveitarstjórnar.

Ólafur Rúnar Ólafsson og Halldór Jóhanness véku af fundi undir þessum lið og Inga Margrét Árnadóttir varamaður tók sæti.

Sveitarstjórn verður ekki við þessari beiðni í ljósi aldurs umsækjanda og óvissu um framlag Jöfnunarsjóðs.

 

4. 1407121 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna. Áður

á dagskrá 27. maí á 24. fundi sveitarstjórnar. Lögð fram tillaga um að endurupptaka mál nr. 1407121 vegna umsóknar um námsvist utan lögheimilis sveitarfélagsins. Samþykkt einróma. Umsókn um námsvist barns svo lengi sem foreldrar óska eftir, var lögð fram. Borin undir atkvæði. Umsóknin samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, tveir sveitarstjórnarmenn sátu hjá.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:01