Sveitarstjórn

28. fundur 12. ágúst 2015

28. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 12. ágúst 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

Fundurinn hófst með vettvangsferð um eyrina. Síðan kom gestur fundarins, Inga Sigrún Atladóttir, og sagði frá gangi mála varðandi sameiningu leik- og grunnskóla.

1. 1407118 – Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 5-7.

Niðurstöður úr grenndarkynningu.

Tvö erindi bárust sveitarstjórn í þessari grenndarkynningu. Það fyrra var frá íbúum í Smáratúni 4, en þar var spurt hvort breyting yrði á hæð lóðarinnar á lóðarmörkum við Smáratún. Svarið við því er að hæðin á lóðinni á ekkert að breytast í og við lóðarmörkin að Smáratúni.

Seinna erindið barst frá íbúum í Laugartúni 9, en þar hafa íbúar áhyggjur af því að með tilkomu nýrra húsa við Laugartún 1, 3, 5 og 7 muni lokast á möguleikann að fara með ökutæki að baklóð þeirra. Óska þau því eftir því við sveitarstjórn að settar verði kvaðir á lóðir við Laugartún 1-7 um að akfær stígur (ekki malarborinn stígur) verði vestast á lóðunum.

Sveitarstjórn telur að slík kvöð myndi skerða verulega notagildi lóðanna við Laugartún 1-7, eins þyrfti að leita eftir umsögn frá lóðarhöfum í Smáratúni 2, 4, 6 og 8 ef setja eigi slíka kvöð á. Sveitarstjórn telur því ekki unnt að verða við þessari beiðni.

 

2. 1407158 – Fundargerð nr. 97 frá Byggingarnefnd.

Lagt fram til kynningar.

 

3. 1407159 – Fundargerðir nr. 266 - 269 frá Eyþingi.

Lagt fram til kynningar.

 

4. 1407160 – Fundargerð nr. 829 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1407161 – Hugsanleg landakaup á Svalbarðseyri.

Samþykkt einróma að fela oddvita og sveitarstjóra að ganga til samninga við eigendur Svalbarðs um landakaup, u.þ.b. 3,5 hektara en í dag klýfur viðkomandi land landareign hreppsins.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15