Sveitarstjórn

29. fundur 26. ágúst 2015

29. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 26. ágúst 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

Í upphafi fundar kynnti gestur fundarinns, Anja Müller, hugmyndir að framtíðarskipulagi útivistarsvæðis á Eyrinni.

 

1. 1407166 – Erindi dags. 24. ágúst frá Aðalsteini Sigurðssyni, þar sem farið

er fram á leyfi til að setja niður aðstöðuhús / gestahús við Sólheima 1, skv.

meðfylgjandi afstöðumynd.

Sveitarstjórn telur að umrædd bygging sé í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags og samþykkta notkun fasteigna. Sveitarstjórn samþykkir að veita umrædda skipulagsheimild með þeim fyrirvara að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt og öðrum reglum sem fylgja framkvæmd þessari.

 

2. 1407165F – Fundargerð nr. 9 frá skólanefnd.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og samþykkir fyrir sitt leyti beiðnir í liðum c) og d).

 

3. 1407167 – Afgreiðsla á styrk til Safnasafnsins vegna 20 ára afmælis þess.

Samþykkt einróma að veita Safnasafninu styrk að fjárhæð 300.000 kr. vegna afmælisársins.

 

4. 1407168 – Beiðni um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags.

Beiðnin samþykkt einróma.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15