Sveitarstjórn

30. fundur 09. september 2015

30. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 9. september 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

 

Dagskrá:

1. 1407169 – Samningur við Tengir hf um áframhaldandi uppbyggingu

ljósleiðaranets í Svalbarðsstrandarhreppi.

Samþykkt var einróma að sveitarfélagið fjármagni stofnlögn í Laugartúni og Smáratúni. Samþykkt var að taka tilboði Tengis að fjárhæð 3.840.000 kr. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við Tengi.

 

2. 1407170 – Erindi dags. 7. sept. frá Ingu Sigrúnu Atladóttur þar sem

starfsmenn Álfaborgar / Valsárskóla óska eftir að starfsmönnum skólanna

verði veittur styrkur til líkamsræktar.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjóra falið að afla sér upplýsinga frá nágrannasveitarfélögum.

 

3. 1407171 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Sveitarstjórn felur skólanefnd að leggja fram að tillögur um reglur um greiðslur fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15