Sveitarstjórn

31. fundur 23. september 2015

Fundargerð

31. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 23. september 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

 

1. 1407173F – Fundargerð 4. fundar umhverfis- og atvinnumálanefndar.

1. Móttaka og meðhöndlun dýrahræja og annars lífræns úrgangs sem ekki

er jarðgerður.

2. Umsjón og eftirlit með gámasvæðum.

3. Fjallskilamál.

4. Hugmyndir að útivistarsvæði á Svalbarðseyri.

Samþykkt að gjald fyrir eyðingu dýraleifa verði lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar skv. búfjáreftirlisskýrslu MAST, frá og með næstu áramótum. Gjaldið verður eftirfarandi:

Nautgripir 400 kr.

Sauðfé 70 kr.

Hross 150 kr.

Svín 270 kr.

Fundargerðin að öðru leiti staðfest og samþykkt.

 

2. 1407173 – Fundargerð 98. fundar Byggingarnefndar.

Lögð fram til kynningar.

 

3. 1407174 – Fundargerð 830. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar.

 

4. 1407175 – Bréf dags. 17. sept. frá Hönnu Dóru Ingadóttur fyrir hönd

Kvenfélags Svalbarðsstrandar þar sem farið er fram á kostnaðarþátttöku

sveitarfélagsins við íbúasamkomuna er kölluð var Bryggjufestival.

Samþykkt að veita Kvenfélaginu styrk að fjárhæð 100.000 kr. vegna Bryggjufestivals.

 

  1. 1407009 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Næsti viðtalstími með sveitarstjórnarmönnum verður miðvikudaginn 21. október kl. 17:00. Til viðtals verða Valtýr og Ólafur.

 

  1. 1407176 – Tekið á dagskrá með samþykki allra sveitarstjórnarmanna.

Í bréfi dags. 23. september 2015 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra eftir umsögn sveitarstjórnar um endurnýjun á rekstrarleyfi.

Hjördís Gunnarsdóttir, kt. 011051-5889, sækir um fyrir hönd Blikk- og tækniþjónustunnar ehf., kt. 431188-1479, um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar að Vaðlaborgum 17, 601 Akureyri. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00