Sveitarstjórn

32. fundur 07. október 2015

32. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

  1. 1407177 – Fundargerð. 175. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands Eystra.

Lagt fram til kynningar.

 

2. 1407178 – Bréf dags. 23. sept. frá Heimili og skóla. Ályktun um

gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

Lagt fram til kynningar. Ákveðið að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni, m.a. senda fyrirspurn til KSÍ.

 

  1. 1407179 – Fundargerð 271. fundar stjórnar Eyþings.

Lagt fram til kynningar.

 

4. 1407180 – Í tölvupósti dags. 28. sept. boðar Haraldur Þór Egilsson,

safnstjóri til aðalfundar Minjasafnsins þann 14. okt. 2015.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1407181 – Í tölvupósti dags. 1. okt. óskar Jónas Halldór Jónasson eftir áliti

skipulagsyfirvalda sveitarfélagsins á veitingu starfsleyfis (útgefnu af HNE)

fyrir eggjabúi í Sveinbjarnargerði og hvort það samræmist gildandi

aðalskipulagi.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Gestur fundarins, Ómar Ívarsson skipulagsfulltrúi, fór yfir fyrirliggjandi gögn málsins. Samþykkt að afla frekari gagna og afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.

 

6. 1407182 – Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

2015-2026.

Áætlunin staðfest einróma.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30