Sveitarstjórn

33. fundur 21. október 2015

33. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 21. október 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407118 – Bygging fjórbýlishúss við Laugartún 5-7.
Verksamningur við ÞJ Verktaka lagður fram.
Samningurinn hljóðar upp á 96,3 milljónir króna. Áætluð verklok eru 31. desember 2016. Samningurinn samþykktur einróma.

2. 1407185F – Fundargerð 10. fundar skólanefndar.
1. 1407183 Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar.
a) staða mála.
2. 1407184 Valsárskóli / Álfaborg.
a) Staða mála og breytingar framundan.
b) 1407171 Reglur um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt með minniháttar orðalagsbreytingum. Anna Karen Úlfarsdóttir og Guðfinna Steingrímsdóttir óska að eftirfarandi verði bókað: Þær telja æskilegt að í 6 gr. hefði verið ákvæði þess efnis að heimilt væri þó að taka tillit til álits sérfræðings.
c) Öryggisreglur á leikskóla þegar girðing fer á kaf í snjó.
Fundargerðin að öðru leiti samþykkt.

3. 1407181 – Í tölvupósti dags. 1. okt. óskar Jónas Halldór Jónasson eftir áliti
skipulagsyfirvalda sveitarfélagsins á veitingu starfsleyfis (útgefnu af HNE)
fyrir eggjabúi í Sveinbjarnargerði og hvort það samræmist gildandi
aðalskipulagi. Jafnframt var spurt um á hvaða lögbýli starfsleyfið er gefið út.
Áður á dagskrá 32. fundar sveitarstjórnar.
Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Gestur fundarins, Ómar Ívarsson skipulagsfulltrúi, fór yfir fyrirliggjandi gögn.
1. Afstaða sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps er að ákvæði aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 takmarki ekki heimild til búrekstrar í Sveinbjarnargerði og því samræmist starfsleyfi Græneggs ehf gildandi aðalskipulagi. Bókun þessi er í samræmi við svar sveitarstjórnar til Umhverfisráðuneytisins varðandi sama málefni dags. 14. febrúar 2013 (1302026JHF).
2. Skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra er starfsleyfið bundið við kennitölu Græneggs ehf og ákveðna starfsstöð þar sem rekið er eggjabú og vísað í staðarheiti skv. almennri málvenju, þ.e. Sveinbjarnargerði.

4. 1407186 – Fundargerð 16. aðalfundar fulltrúaráðs Brunabótafélag Íslands
og tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2015.
Lagt fram til kynningar.

5. 1407187 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn tók ákvörðun um að móta stefnu vegna þjónustu við eldri borgara, kanna hvar brýnasta þörfin er og móta framtíðarsýn. Samþykkt að vísa málefninu til félagsmálanefndar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00