Sveitarstjórn

35. fundur 16. nóvember 2015

35. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 16. nóvember 2015 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407193 – Viðauki við fjárhagsáætlun 2015.

Sveitarstjórn samþykkir viðaukann, sjá fylgiskjal. Þar kemur fram að launahækkanir eru áætlaðar um 8,6 milljónir króna og hækkun á öðrum kostnaði um 16,5 milljónir króna. Lækkun fjárfestinga er áætluð um 10 milljónir kr. Þessu er mætt með umtalsverðri hækkun útsvarstekna, sem er áætluð um 36 milljónir króna frá upphaflegri áætlun.

 

2. 1407194 – Erindi dagsett 06.11.2015 frá Pétri Þór Jónassyni

formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins og

hvort sveitarfélagið hyggst nýta forkaupsrétt sinn. Einnig er óskað eftir að

hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt Svalbarðsstrandarhrepps í 38,9 milljón kr. hlutafjáraukningu. Hlutur Svalbarðsstrandarhrepps í aukningunni er 2,12%, eða 825.632. kr. Sveitarstjórn samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

 

3. 1407195 – Fundargerð nr. 831 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

4. 1407196 – Erindi dags. 10.11.2015 frá Helgu Kvam fyrir hönd

Tónlistarskólans varðandi húsnæðismál skólans.

 

Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til Skólanefndar til frekari úrvinnslu.

 

5. 1407197 – Erindi dags. 10.11.2015 frá Ingu Sigrúnu Atladóttir fyrir hönd

Valsárskóla / Álfaborgar. Í erindinu er fjallað um þá hugmynd að gefa

sameinuðum skóla nýtt nafn.

 

Í erindinu kemur fram að hugmyndin var til umfjöllunar á Skólaþingi þar sem meirihluti vildi láta skoða hana. Erindinu vísað til Skólanefndar.

 

6. 1407198 – Úrskurður dags. 04.11.2015 frá Úrskurðanefnd umhverfis- og

auðlindamála. Mál nr. 24/2013, kæra BB bygginga ehf. á afgreiðslu

byggingarfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps frá 04.02.2013 um að synja

útgáfu byggingarleyfis fyrir frístundahúsi á lóð nr. 44 í Kotabyggð.

 

Lagt fram til kynningar.

7. 1407199 – Bréf dags. 09.11.2015 frá Úrskurðanefnd umhverfis- og

auðlindamála. Þar er afrit kæru, dags. 06.11.2015 sem borist hefur

nefndinni, ásamt fylgigögnum þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðisnefndar

Norðurlands eystra um að veita starfsleyfi til Græneggs ehf, í

Sveinbjarnargerði II. Þá er einnig kærð ákvörðun sveitarstjórnar

Svalbarðsstrandarhrepps um að ákvæði aðalskipulags takmarki ekki

heimild til búrekstrar og að starfsleyfi Græneggs ehf. samræmist gildandi

aðalskipulagi.

 

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir að fela lögmanni og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að vinna að þessu máli fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

8. 1407200 – Fjárhagsáætlun 2016, fyrri umræða.

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun og þeim vísað til seinni umræðu.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:30