Sveitarstjórn

36. fundur 02. desember 2015

36. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 2. desember 2015 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Inga Margrét Árnadóttir varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407204 – Fundargerð 7. fundar Þjónusturáðs um málefni fatlaðra.

Lagt fram til kynningar og framlenging skv. lið 3 staðfest.

 

2. 1407205 – Í bréfi dags. 17.11.2015 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi
eystra eftir umsögn sveitarfélagsins í máli er varðar endurnýjun á
rekstrarleyfi. Jóhannes Fossberg, kt. 170440-3669, Oddagötu 8, 101

Reykjavík, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi vegna sölu gistingar á

Geldingsá, fnr. 216-0198, Svalbarðsstrandarhreppi, 601 Akureyri.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

3. 1407206 – Fundargerð nr. 832 frá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

4. 1407207 – Fundargerðir nr. 272 – 274 frá stjórn Eyþings.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1407208 – 18. fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættis.

Lagt fram til kynningar, ársreikningur og áætlun staðfest.

 

6. 1407210F – Fundargerð 11. fundar skólanefndar.

1.

Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar

 

a) Staða mála.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

c) Fjárhagsáætlun 2016.

 

2. Valsárskóli / Álfaborg

a) Staða mála.

b) 1407196 Húsnæðismál Tónlistarskólans.

c) 1407197 Erindi dags. 10.11.2015 frá Ingu Sigrúnu Atladóttir fyrir hönd Valsárskóla / Álfaborgar. Í erindinu er fjallað um þá hugmynd að gefa sameinuðum skóla nýtt nafn.

d) 1407203 Beiðni um undanþágu frá 18 mánaða reglunni.

e) Tillaga skólastjóra um lokun Álfaborgar milli jóla og nýárs.

f) Stefna skólans í kennslu í kristnum fræðum.

g) Fjárhagsáætlun 2016.

Lagt fram til kynningar. Ósk um flutning Tónlistarskóla í rými smíðastofu samþykkt. Skólanefnd og skólastjórum falin nánari útfærsla. Fundargerð staðfest að öðru leiti.

 

7. 1407211F – Fundargerð 6. fundar félagsmálanefndar.

Lagt fram til kynningar og staðfest.

 

8. 1407209 – Bréf dags. 24 nóv. frá PACTA lögmönnum fyrir hönd Jónasar

Halldórs Jónassonar, Guðbjargar Lárusdóttur, Anný Larsdóttur og Jónasar
Halldórssonar. Með bréfi þessu er f.h. umbjóðenda okkar krafist skaðabóta

frá sveitarfélaginu Svalbarðsstrandarhreppi til handa umbjóðendum okkar

vegna tjóns sem þau hafa orðið fyrir vegna ákvarðana og aðkomu sveitar-

félagsins að málinu í gegnum tíðina.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn hafnar bótaskyldu og felur lögmanni sveitarfélagsins, Árna Pálssyni, að svara kröfunni nánar.

9. 1407199 – Bréf dags. 09.11.2015 frá Úrskurðanefnd umhverfis- og

auðlindamála. Þar er afrit kæru, dags. 6. nóv. 2015 sem borist hefur

nefndinni, ásamt fylgigögnum þar sem kærð er ákvörðun Heilbrigðisnefndar

Norðurlands eystra um að veita starfsleyfi til Græneggs ehf. í

Sveinbjarnargerði II. Þá er einnig kærð ákvörðun sveitarstjórnar

Svalbarðsstrandarhrepps um að ákvæði aðalskipulags takmarki ekki

heimild til búrekstrar og að starfsleyfi Græneggs ehf. samræmist gildandi

aðalskipulagi.

Halldór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt að senda bréf skrifað af lögmanni sveitarfélagsins, Árna Pálssyni, dags. 24.11.2015 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

10. 1407200 – Fjárhagsáætlun 2016, framhald.

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun og þeim vísað til seinni umræðu.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30