Sveitarstjórn

38. fundur 13. janúar 2016

38. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 13. janúar 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Valtýr Þór Hreiðarsson oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407214 – Bréf dags. 30.12.2015 frá Eyjafjarðarsveit, en þar er uppsögn

á samningi um byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðarsvæðis og skipan

svæðisbyggingarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

 

2. 1407215 – Sorpmál í Svalbarðsstrandarhreppi.

Rætt um stöðuna og farið yfir kvartanir vegna þjónustu Íslenska gámafélagsins.

 

3. 1407216 – Fundargerð nr. 99 og fundargerð jólafundar hjá byggingarnefnd

Eyjafjarðarsvæðis.

Lagt fram til kynningar. Varðandi lið 4 í fundargerðinni felur sveitarstjórn sveitarstjóra að hafa samband við lóðarhafa og landeigendur varðandi hugsanlegar breytingar á deiliskipulagi.

 

4. 1407217 – Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Leifshúsa.

Sveitarstjórn samþykkir að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi.

5. 1407218 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Samþykkt einróma að hækka frístundastyrk barna í 17.000 kr. og gildir breytingin fyrir árið 2016.

 

6. 1407219 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt að veita fastráðnum starfsmönnum sveitarfélagsins líkamsræktarstyrk sem nemur 1.000 kr. á mánuði og miðast við ástundun.

7. 1407220 – Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Verkefni sumarsins rædd.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:45