Sveitarstjórn

39. fundur 27. janúar 2016

39. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 27. janúar 2016 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson aðalmaður, Halldór Jóhannesson aðalmaður, Sigurður Halldórsson varamaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Harpa Halldórsdóttir

Dagskrá:

1. 1407218 – Bréf dags. 16. des. 2015 frá Legatsjóð Jóns Sigurðssonar, en

það varðar tilnefningu á fulltrúa í sjóðinn.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leggur til að Eyþingi verði falið að sjá um að tilnefna fulltrúa í stjórn Legatssjóðs Jóns Sigurðssonar.

 

2. 1407219 – Erindi dags. 21. jan. 2016 frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu

Jónsdóttur, þar sem þau óska eftir að taka landspildu úr landbúnaðarnotkun

og skipta út úr jörðinni Svalbarði, skv. meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.

Erindið samþykkt samkvæmt viðkomandi hnitsettum uppdrætti.

3. 1407220 – Erindi dags. 23. jan. 2016 frá Björgunarsveitinni Tý en þar óskar

Týr eftir aðkomu sveitarfélagsins við fjámögnun á nýjum tækjum fyrir

björgunarsveitina.

Sveitarstjórn óskar eftir frekari kynningu á erindinu og er afgreiðslu þess því frestað til næsta fundar.

 

4. 1407221 – Fundargerðir nr. 178 og 179 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands

Eystra.

Lagt fram til kynningar.

 

5. 1407217 – Breyting á aðalskipulagi vegna Leifshúsa. Lögð er fram breyting

á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem fellst í því að verslunar- og

þjónustusvæði verður skilgreint með hringtákni (V8) í Leifshúsum vegna

nýtingu bæjarhúsa undir ferðaþjónustu. Leifshús eru á landbúnaðarsvæði

L1 og verður landbúnaður áfram meginlandnotkun á jörðinni. Áform um

breytta landnotkun felast eingöngu í nýtingu núverandi húsa sem verða

endurbyggð og lagfærð sem ferðaþjónustubyggingar. Heildarstærð

núverandi bygginga fer yfir viðmið aðalskipulagsins og því er þörf á

sérmerkingu á aðalskipulagsuppdrætti.

Sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og samþykkir að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:50